Skoðun

Bæjarstjóra svarað

Af hverju vill Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum ekki ræða kosningar um samgöngumál í Eyjum. Það eru mjög skiptar skoðanir í Vestmannaeyjum um Bakkafjöruhöfn. Fólk úti í Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum.

Það eru skiptar skoðanir um sandburð inn í Bakkafjöruhöfn og sandfok af landi í höfnina. Rifið utan við fyrirhugaða hafnargarða er það sem ég óttast mest í þessari hafnargerð. Ég hef átt langan fund með Gísla Viggóssyni frá Siglingastofnun um hafnargarð í Bakkafjöru og breyttist afstaða mín ekki eftir þann fund nema síður væri. Fjaran á þessum slóðum er alltaf á fleygi-ferð eftir straumum og veðrum, briminu ekki síst.

Við Vestmanneyinga vil ég segja að ég er til þjónustu reiðubúinn í hvaða málum sem er og tilbúinn að berjast með og fyrir hagsmunum Vestmannaeyinga hvar og hvenær sem er.

Bæjarstjórnin og fólkið í Eyjum getur alltaf haft samband við undirritaðan í hvaða málum sem eru og ég legg mig allan fram við að hjálpa til.

Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×