Byrgjum brunninn 1. september 2007 06:00 Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun