Byrgjum brunninn 1. september 2007 06:00 Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun