Byrgjum brunninn 1. september 2007 06:00 Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Brot gegn atvinnulögum og mannréttindum erlendra starfsmanna eru daglegt brauð hér á landi, eins og nýlegt mál verktakafyrirtækisins Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt. Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekendum. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa? Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkaðinn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar. Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur. Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá. Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor. Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í fjölmiðlum. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun