Sjálfstæð utanríkisstefna 29. apríl 2007 06:00 Fullt tilefni er til að ræða stefnumál stjórnmálaflokkanna í utanríkis- og alþjóðamálum nú þegar fáeinar vikur eru til kosninga. Tvennt stendur vissulega upp úr í því efni undanfarin ár. Þátttaka Íslands í ólöglegu árásarstríði í Írak og brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Nú bætist við nýr hernaðarsamningur við Noreg sem vekur óneitanlega hugrenningartengsl við Gamla sáttmála 1262. Í aðdraganda hans var ekki leitað eftir áliti þjóðarinnar frekar en venjulega þegar utanríkismál eiga í hlut. Það var mikið fagnaðarefni þegar bandaríski herinn hvarf af landi brott sl. haust. Íslendingar eru best settir án hers, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Satt að segja væri tíma og fjármunum stjórnvalda betur varið í mörg önnur verkefni á sviði utanríkismála en „varnarviðræður" við hvert einasta land sem hefur áhuga á því. Raunhæft og brýnt verkefni væri að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorku- sýkla- og efnavopnum og banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Tillaga þess efnis hefur ítrekað verið flutt á Alþingi síðan 1995 en aldrei fengið efnislega meðferð. Þar hefur herseta Bandaríkjanna eflaust tafið fyrir. Bandaríkjastjórn hefur aldrei viljað útiloka að herskip eða flugvélar sem koma í íslenska lögsögu beri kjarnorkuvopn. Núna er herinn farinn og því engin ástæða til að láta tillitssemi við Bandaríkin koma í veg fyrir aðgerðir. Allir eru í orði kveðnu sammála um þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum - en æsingurinn virðist oft aukast eftir því sem þau eru fjær okkur sjálfum. Við getum sýnt viðhorf okkar til kjarnorkuvopna í verki með því að friðlýsa eigin rann. Annars væri það hrein sýndarmennska að berjast fyrir afvopnun annars staðar á hnettinum. Samhliða þessu þyrfti auðvitað að beina aukinni athygli að umhverfisöryggi og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum og herstöðvum. Í aðdraganda Íraksstríðsins kom það fram af hálfu ýmissa stjórnarþingmanna að vera Bandaríkjahers á Íslandi skipti sköpum fyrir stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak. Þjóðin á rétt á því að stjórnarflokkarnir geri hreint fyrir sínum dyrum og svari því afdráttarlaust hvort vænta megi frekari stuðnings við hernaðaraðgerðir Bush-stjórnarinnar. Afstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í þessu máli er skýr: Við höfnum áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju eins og þá sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak. Atkvæði greitt okkur sendir skýr skilaboð um afstöðu til Íraksstríðsins og setu Íslands á lista „hinna staðföstu þjóða". Við getum sýnt viðhorf okkar til kjarnorkuvopna í verki með því að friðlýsa eigin rann. Annars væri það hrein sýndarmennska að berjast fyrir afvopnun annars staðar á hnettinum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fullt tilefni er til að ræða stefnumál stjórnmálaflokkanna í utanríkis- og alþjóðamálum nú þegar fáeinar vikur eru til kosninga. Tvennt stendur vissulega upp úr í því efni undanfarin ár. Þátttaka Íslands í ólöglegu árásarstríði í Írak og brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Nú bætist við nýr hernaðarsamningur við Noreg sem vekur óneitanlega hugrenningartengsl við Gamla sáttmála 1262. Í aðdraganda hans var ekki leitað eftir áliti þjóðarinnar frekar en venjulega þegar utanríkismál eiga í hlut. Það var mikið fagnaðarefni þegar bandaríski herinn hvarf af landi brott sl. haust. Íslendingar eru best settir án hers, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Satt að segja væri tíma og fjármunum stjórnvalda betur varið í mörg önnur verkefni á sviði utanríkismála en „varnarviðræður" við hvert einasta land sem hefur áhuga á því. Raunhæft og brýnt verkefni væri að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorku- sýkla- og efnavopnum og banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Tillaga þess efnis hefur ítrekað verið flutt á Alþingi síðan 1995 en aldrei fengið efnislega meðferð. Þar hefur herseta Bandaríkjanna eflaust tafið fyrir. Bandaríkjastjórn hefur aldrei viljað útiloka að herskip eða flugvélar sem koma í íslenska lögsögu beri kjarnorkuvopn. Núna er herinn farinn og því engin ástæða til að láta tillitssemi við Bandaríkin koma í veg fyrir aðgerðir. Allir eru í orði kveðnu sammála um þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum - en æsingurinn virðist oft aukast eftir því sem þau eru fjær okkur sjálfum. Við getum sýnt viðhorf okkar til kjarnorkuvopna í verki með því að friðlýsa eigin rann. Annars væri það hrein sýndarmennska að berjast fyrir afvopnun annars staðar á hnettinum. Samhliða þessu þyrfti auðvitað að beina aukinni athygli að umhverfisöryggi og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum og herstöðvum. Í aðdraganda Íraksstríðsins kom það fram af hálfu ýmissa stjórnarþingmanna að vera Bandaríkjahers á Íslandi skipti sköpum fyrir stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak. Þjóðin á rétt á því að stjórnarflokkarnir geri hreint fyrir sínum dyrum og svari því afdráttarlaust hvort vænta megi frekari stuðnings við hernaðaraðgerðir Bush-stjórnarinnar. Afstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í þessu máli er skýr: Við höfnum áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju eins og þá sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak. Atkvæði greitt okkur sendir skýr skilaboð um afstöðu til Íraksstríðsins og setu Íslands á lista „hinna staðföstu þjóða". Við getum sýnt viðhorf okkar til kjarnorkuvopna í verki með því að friðlýsa eigin rann. Annars væri það hrein sýndarmennska að berjast fyrir afvopnun annars staðar á hnettinum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar