„Ljóskan í menntamálaráðuneytinu“ Sigurður Kári Kristjánsson skrifar 26. apríl 2007 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á. Í þættinum gerði Jón Baldvin Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að umræðuefni með hætti sem ástæða er til að gera athugasemd við. Sá Jón Baldvin ástæðu til að upplýsa að hann kallaði Þorgerði Katrínu, af sínu landskunna lítillæti, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“. Það er gömul saga og ný að þegar menn hafa lítið fram að færa málefnalega beina þeir spjótum sínum í aðrar áttir. Í þetta skiptið ákvað Jón Baldvin að gera útlit Þorgerðar Katrínar að umræðuefni í stað þess að fjalla um hún hefur fram að færa. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis hef ég átt mikið og gott samstarf við Þorgerði Katrínu og ég veit sem er að sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins býður hún ekki fram útlit sitt, eins og Jón Baldvin lætur liggja að, heldur hugmyndafræði og stefnumál sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á í aðdraganda þessara kosninga. Það þarf svo sem engan speking til að átta sig á því hver tilgangur Jóns Baldvins var með því að uppnefna varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og aðrir kvenkyns frambjóðendur flokksins bregðast við ummælum Jóns. Forysta stjórnmálaflokks sem leggur svo mikið upp úr því að höfða til kvenna, setur jafnréttismál og kvenfrelsi á oddinn, en hafnar kvenfyrirlitningu og ójafnrétti, hlýtur að bregðast við þessum ummælum. Einkum þegar í hlut á guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til svona málflutnings er að minnsta kosti skýr. Hann er fyrir neðan allar hellur og Jóni Baldvin og Samfylkingunni til skammar.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á. Í þættinum gerði Jón Baldvin Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að umræðuefni með hætti sem ástæða er til að gera athugasemd við. Sá Jón Baldvin ástæðu til að upplýsa að hann kallaði Þorgerði Katrínu, af sínu landskunna lítillæti, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“. Það er gömul saga og ný að þegar menn hafa lítið fram að færa málefnalega beina þeir spjótum sínum í aðrar áttir. Í þetta skiptið ákvað Jón Baldvin að gera útlit Þorgerðar Katrínar að umræðuefni í stað þess að fjalla um hún hefur fram að færa. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis hef ég átt mikið og gott samstarf við Þorgerði Katrínu og ég veit sem er að sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins býður hún ekki fram útlit sitt, eins og Jón Baldvin lætur liggja að, heldur hugmyndafræði og stefnumál sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á í aðdraganda þessara kosninga. Það þarf svo sem engan speking til að átta sig á því hver tilgangur Jóns Baldvins var með því að uppnefna varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og aðrir kvenkyns frambjóðendur flokksins bregðast við ummælum Jóns. Forysta stjórnmálaflokks sem leggur svo mikið upp úr því að höfða til kvenna, setur jafnréttismál og kvenfrelsi á oddinn, en hafnar kvenfyrirlitningu og ójafnrétti, hlýtur að bregðast við þessum ummælum. Einkum þegar í hlut á guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til svona málflutnings er að minnsta kosti skýr. Hann er fyrir neðan allar hellur og Jóni Baldvin og Samfylkingunni til skammar.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun