Lífið

Námskeið í stíliseringu

Anna F. Gunnarsdóttir kennir stílistum hvernig alþjóðlegir viðskiptamenn og „metrósexúal“ menn eiga að vera.
Anna F. Gunnarsdóttir kennir stílistum hvernig alþjóðlegir viðskiptamenn og „metrósexúal“ menn eiga að vera. MYND/GVA

Anna F. Gunnarsdóttir, kennd við Önnu og útlitið, heldur námskeið í stíliseringu á alþjóðlegum viðskiptamönnum og „metrósexúal mönnum“. „Þeir sem ætla á námskeiðið verða að kunna Tónal-litagreiningu, og hafa farið í textíl- og línufræði,“ sagði Anna. Námskeiðið hefst á þriðjudag og stendur í tvo mánuði.

„Nemendur læra hvernig alþjóðlegi bissnessmaðurinn á að vera. Það er þá bæði framkoma og klæðaskápurinn og litirnir í honum, hvað þeir gera,“ sagði Anna. „Beige og bláir litir tákna til dæmis heiðarleika. Brúnt táknar hins vegar að þú hafir ekki skoðun á einum einasta hlut,“ útskýrði hún. „Svo er líka farið í metrósexúal manninn. Hann er auðvitað djammkarl og sportari líka, svo það er þrískipt. Þá eru miklu meiri fylgihlutir, eins og armbönd og eyrnalokkar,“ bætti hún við.

Anna segir mikinn markað vera fyrir slíka þjónustu stílista. „Bissnessmönnum finnst hundleiðinlegt að kaupa fatnað, en karlmenn gera sér hins vegar grein fyrir því hvað föt eru mikið valdatæki,“ sagði hún. „Þegar stjórnmálamenn eru í framboði er alveg séð um þá, til dæmis,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.