Milljón krónur á fjölskyldu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. apríl 2007 05:00 Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar