Þeir bestu fá eina og hálfa milljón króna á mánuði 29. mars 2007 00:01 Anders Dahl-Nielsen er mikill Íslandsvinur. Hann sést hér á spjalli við Erik Veje Rasmussen hjá Árósum. fréttablaðið/ole nielsen Anders Dahl-Nielsen, framkvæmdastjóri Skjern, segir launin í danska handboltanum hafa hækkað mikið síðustu ár. Verðmiði leikmanna hefur einnig hækkað verulega. Karlarnir eru loksins komnir í sama launaflokk og konurnar. Flestir íslenskir handboltaáhugamenn þekkja Anders Dahl-Nielsen. Hann spilaði og þjálfaði KR leiktíðina 1982-83 þar sem hann fór mikinn ásamt Alfreð Gíslasyni. Hann hefur síðar komið víða við á ferlinum og meðal annars þjálfaði hann Flensburg í fimm ár. Hann tók síðan við Skjern en eftirlét Aroni Kristjánssyni starfið fyrir nokkrum árum og gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Líkt og Aron yfirgefur hann herbúðir Skjern í sumar en hann mun þá taka við framkvæmdastjórastöðunni hjá þýska stórliðinu Flensburg. Yfir tíu Íslendingar hafa verið að spila í danska boltanum í vetur en hann er á hraðri uppleið. Ein ástæða þess er aukið fjármagn sem komið er inn í boltann. Virðist danska deildin geta keppt við þýsku og spænsku deildina í dag að stóru leyti.Miklir peningar í boltanum„Það hefur verið hröð þróun í danska handboltanum og miklir peningar komnir í hann. Bæjarfélög hafa verið að nota handbolta- og fótboltafélög til að kynna sig og fyrirtæki í bæjunum taka virkan þátt í þeirri herferð,“ sagði Anders Dahl við Fréttablaðið í gær.Hann segir að önnur stór ástæða sé sú að fótboltafélögin séu farin að taka yfir handboltadeildirnar í stóru borgunum. Það sé hagkvæmt fyrir báðar deildirnar og ekki síst handboltann sem fær sterka markaðsmenn í sín lið. Anders Dahl segir marga í Danmörku óttast að þessi þróun sé of hröð og að sum lið séu að tefla einum of djarft í samkeppninni.Hagstæðir skattar„Launin hafa hækkað samhliða þessari þróun og fyrir vikið eru að koma sterkari leikmenn í deildina. Leikmenn eru jafnvel að koma frá Þýskalandi eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Danska deildin getur kannski ekki keppt við bestu liðin í Þýskalandi og Spáni en er vel samkeppnishæf við liðin sem koma þar á eftir,“ sagði Anders Dahl. Annað sem laðar íþróttamenn til Danmerkur er hinn svokallaði „prófessoraskattur“. Afburðaíþróttamenn falla undir þennan skattlið og greiða því aðeins 33 prósenta skatt í stað 63 prósenta eins og hinn almenni borgari. Þessara réttinda njóta íþróttamennirnir í þrjú ár en aðeins þeir sem hafa yfir 700 þúsund krónur í mánaðarlaun eiga rétt á þessum skattfríðindum. Danskur kvennahandbolti er geysilega vinsæll og danska deildin er sú besta í heimi. Anders Dahl segir dönsku liðin geta fengið hvaða leikmann sem er í kvennaboltanum. Konurnar hafa hingað til verið með mun hærri laun en strákarnir og það er fyrst núna sem karlmennirnir fá sömu laun og konurnar. „Það er talið að bestu handboltakonurnar hafi fengið tæplega eina og hálfa milljón króna í mánaðarlaun á meðan bestu karlarnir fengu aðeins tæplega milljón. Þeir allra bestu eru loksins farnir að sjá sömu tölur og konurnar núna þótt þær séu almennt að gera það betur en karlarnir,“ sagði Anders Dahl. henry@frettabladid.is Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Sjá meira
Anders Dahl-Nielsen, framkvæmdastjóri Skjern, segir launin í danska handboltanum hafa hækkað mikið síðustu ár. Verðmiði leikmanna hefur einnig hækkað verulega. Karlarnir eru loksins komnir í sama launaflokk og konurnar. Flestir íslenskir handboltaáhugamenn þekkja Anders Dahl-Nielsen. Hann spilaði og þjálfaði KR leiktíðina 1982-83 þar sem hann fór mikinn ásamt Alfreð Gíslasyni. Hann hefur síðar komið víða við á ferlinum og meðal annars þjálfaði hann Flensburg í fimm ár. Hann tók síðan við Skjern en eftirlét Aroni Kristjánssyni starfið fyrir nokkrum árum og gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Líkt og Aron yfirgefur hann herbúðir Skjern í sumar en hann mun þá taka við framkvæmdastjórastöðunni hjá þýska stórliðinu Flensburg. Yfir tíu Íslendingar hafa verið að spila í danska boltanum í vetur en hann er á hraðri uppleið. Ein ástæða þess er aukið fjármagn sem komið er inn í boltann. Virðist danska deildin geta keppt við þýsku og spænsku deildina í dag að stóru leyti.Miklir peningar í boltanum„Það hefur verið hröð þróun í danska handboltanum og miklir peningar komnir í hann. Bæjarfélög hafa verið að nota handbolta- og fótboltafélög til að kynna sig og fyrirtæki í bæjunum taka virkan þátt í þeirri herferð,“ sagði Anders Dahl við Fréttablaðið í gær.Hann segir að önnur stór ástæða sé sú að fótboltafélögin séu farin að taka yfir handboltadeildirnar í stóru borgunum. Það sé hagkvæmt fyrir báðar deildirnar og ekki síst handboltann sem fær sterka markaðsmenn í sín lið. Anders Dahl segir marga í Danmörku óttast að þessi þróun sé of hröð og að sum lið séu að tefla einum of djarft í samkeppninni.Hagstæðir skattar„Launin hafa hækkað samhliða þessari þróun og fyrir vikið eru að koma sterkari leikmenn í deildina. Leikmenn eru jafnvel að koma frá Þýskalandi eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Danska deildin getur kannski ekki keppt við bestu liðin í Þýskalandi og Spáni en er vel samkeppnishæf við liðin sem koma þar á eftir,“ sagði Anders Dahl. Annað sem laðar íþróttamenn til Danmerkur er hinn svokallaði „prófessoraskattur“. Afburðaíþróttamenn falla undir þennan skattlið og greiða því aðeins 33 prósenta skatt í stað 63 prósenta eins og hinn almenni borgari. Þessara réttinda njóta íþróttamennirnir í þrjú ár en aðeins þeir sem hafa yfir 700 þúsund krónur í mánaðarlaun eiga rétt á þessum skattfríðindum. Danskur kvennahandbolti er geysilega vinsæll og danska deildin er sú besta í heimi. Anders Dahl segir dönsku liðin geta fengið hvaða leikmann sem er í kvennaboltanum. Konurnar hafa hingað til verið með mun hærri laun en strákarnir og það er fyrst núna sem karlmennirnir fá sömu laun og konurnar. „Það er talið að bestu handboltakonurnar hafi fengið tæplega eina og hálfa milljón króna í mánaðarlaun á meðan bestu karlarnir fengu aðeins tæplega milljón. Þeir allra bestu eru loksins farnir að sjá sömu tölur og konurnar núna þótt þær séu almennt að gera það betur en karlarnir,“ sagði Anders Dahl. henry@frettabladid.is
Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Sjá meira