Flokkur gegn pólitísku kviksyndi Albert Jensen skrifar 23. mars 2007 05:00 Mörg ár eru síðan ég fór að skrifa um þau mál sem nú brenna heitast á landsmönnum. Mikið er ég búinn að hlakka til þess tíma að þeir átti sig á hinum sönnu og raunverulegu gildum sem gera lífið eftirsóknarvert. Skyndilega virðist þjóðin hafa vaknað til vitundar um mikilvægi náttúrunnar og að aldraðir og öryrkjar, að ógleymdum þeim verst launuðu, eru líka fólk sem vísvitandi hefur verið haldið niðri. Það vekti litla undrun, en eflaust árviss vonbrigði ef flokkarnir reyndust að kosningum loknum aðeins ómerkilegir hræsnarar sem treystu á gleymsku og fyrirgefningu. Aumasta og lítilmannlegasta þjónslundin er að láta flokkshollustu kæfa sannfæringu sína og réttlætiskennd. Flokkaflakkari er í flestum tilfellum hrósyrði. Allir Íslendingar gætu haft það gott ef græðgi og bruðl væru ekki svo mikils ráðandi. Mér er ógerlegt að skilja þingmenn eins og Pétur Blöndal sem telja ekki hægt að komast hjá að mismuna fólki og fátækt sé eðlilegur fylgifiskur þess. Skil ekki hvað heilbrigðisráðherrann Siv Friðleifsdóttir fær tildæmis útúr því að torvelda fötluðum bílastyrki. Í viðtali sem ég átti við hana sagðist hún ekki sjá að fatlaðir hefðu ástæðu til að kvarta. Það væri mulið undir þetta fólk og ekkert til sparað eins og tölur sýndu. Það er greinilegt að fatlaðir og aldraðir eiga undir högg að sækja meðan þessi kona er ráðherra heilbrigðismála. Aldraðir og öryrkjar sem ég hef rætt við kvíða fáu eins mikið og að Framsókn haldi völdum, því þá verði Siv áfram. Framsókn vill nú rétt fyrir kosningar færa inn í stjórnarskrána eign þjóðarinnar á sjávarauðlindum. Þetta er það eina góða sem flokkurinn hefur lagt fram síðustu árin. Hræsni Framsóknar er svo augljós að mönnum flökrar. Framsókn væri ekki að neyða Sjálfstæðisflokkinn til að gera það sem honum er meinilla við og mun samþykkja af ótta við kjósendur, ef ekki blasti við algert hrun hans. Formaður Framsóknar er háll sem áll og talar þannig að nær hvergi er hægt að henda reiður á meiningar hans, eða hvort hann er með eða var með eða á móti. Sitji stjórnin áfram eftir kosningar, mun hún gera að lögum frumvarp sem er í bið og leyfir sölu vatnsréttinda. Það er stórhættulegt og gæti fært einstaklingum, jafnvel útlendingum, eignarrétt á mikilvægustu auðlind okkar Íslendinga. Þessu frumvarpi kom Valgerður Sverrisdóttir þáverandi atvinnumálaráðherra í gegn af alkunnri skammsýni og ábyrgðarleysi sem einkennt hefur Framsókn síðustu áratugina. Stjórnmálaflokkunum er það sameiginlegt að láta mikið í orði og nær ekkert á borði þegar kjör aldraðra og öryrkja eru til umræðu. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru þó svæsnastir í þeim efnum og óskiljanlegt hvað þeim er illa við að öllum geti liðið vel. Þegar horft er til dáðleysis útbrunnu flokkana, ætti að vera gleðiefni að fólk sem ber hag lands og þjóðar fyrir brjósti, ætli að mynda flokk sem hefur velferð allra Íslendinga að leiðarljósi. Fyrir þessu ætlunarverki fer Ómar Ragnarsson sem ég kalla þjóðhetju okkar Íslendinga. Í framlínu með honum eru umhverfisvinirnir Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Jakob Frímann Magnússon og vonandi María Ellingsen. Umhverfið er það sem allt fellur með eða lifir. Því er sjálfsagt að hafa það í forgrunni. En það er ekki þar með sagt að farið verði í kringum málefni þeirra sem minna mega sín eins og köttur um heitan graut. Það hafa allir hinir flokkarnir gert og er ég vongóður um að í þeim efnum verði ólíku saman að jafna eins og mörgu öðru. Ég vona að þjóðin beri gæfu og þor til að fleyta þessum flokki sterkum inn á þing. Höfundur er trésmíðameistari. Stjórnmálaflokkunum er það sameiginlegt að láta mikið í orði og nær ekkert á borði þegar kjör aldraðra og öryrkja eru til umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Mörg ár eru síðan ég fór að skrifa um þau mál sem nú brenna heitast á landsmönnum. Mikið er ég búinn að hlakka til þess tíma að þeir átti sig á hinum sönnu og raunverulegu gildum sem gera lífið eftirsóknarvert. Skyndilega virðist þjóðin hafa vaknað til vitundar um mikilvægi náttúrunnar og að aldraðir og öryrkjar, að ógleymdum þeim verst launuðu, eru líka fólk sem vísvitandi hefur verið haldið niðri. Það vekti litla undrun, en eflaust árviss vonbrigði ef flokkarnir reyndust að kosningum loknum aðeins ómerkilegir hræsnarar sem treystu á gleymsku og fyrirgefningu. Aumasta og lítilmannlegasta þjónslundin er að láta flokkshollustu kæfa sannfæringu sína og réttlætiskennd. Flokkaflakkari er í flestum tilfellum hrósyrði. Allir Íslendingar gætu haft það gott ef græðgi og bruðl væru ekki svo mikils ráðandi. Mér er ógerlegt að skilja þingmenn eins og Pétur Blöndal sem telja ekki hægt að komast hjá að mismuna fólki og fátækt sé eðlilegur fylgifiskur þess. Skil ekki hvað heilbrigðisráðherrann Siv Friðleifsdóttir fær tildæmis útúr því að torvelda fötluðum bílastyrki. Í viðtali sem ég átti við hana sagðist hún ekki sjá að fatlaðir hefðu ástæðu til að kvarta. Það væri mulið undir þetta fólk og ekkert til sparað eins og tölur sýndu. Það er greinilegt að fatlaðir og aldraðir eiga undir högg að sækja meðan þessi kona er ráðherra heilbrigðismála. Aldraðir og öryrkjar sem ég hef rætt við kvíða fáu eins mikið og að Framsókn haldi völdum, því þá verði Siv áfram. Framsókn vill nú rétt fyrir kosningar færa inn í stjórnarskrána eign þjóðarinnar á sjávarauðlindum. Þetta er það eina góða sem flokkurinn hefur lagt fram síðustu árin. Hræsni Framsóknar er svo augljós að mönnum flökrar. Framsókn væri ekki að neyða Sjálfstæðisflokkinn til að gera það sem honum er meinilla við og mun samþykkja af ótta við kjósendur, ef ekki blasti við algert hrun hans. Formaður Framsóknar er háll sem áll og talar þannig að nær hvergi er hægt að henda reiður á meiningar hans, eða hvort hann er með eða var með eða á móti. Sitji stjórnin áfram eftir kosningar, mun hún gera að lögum frumvarp sem er í bið og leyfir sölu vatnsréttinda. Það er stórhættulegt og gæti fært einstaklingum, jafnvel útlendingum, eignarrétt á mikilvægustu auðlind okkar Íslendinga. Þessu frumvarpi kom Valgerður Sverrisdóttir þáverandi atvinnumálaráðherra í gegn af alkunnri skammsýni og ábyrgðarleysi sem einkennt hefur Framsókn síðustu áratugina. Stjórnmálaflokkunum er það sameiginlegt að láta mikið í orði og nær ekkert á borði þegar kjör aldraðra og öryrkja eru til umræðu. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru þó svæsnastir í þeim efnum og óskiljanlegt hvað þeim er illa við að öllum geti liðið vel. Þegar horft er til dáðleysis útbrunnu flokkana, ætti að vera gleðiefni að fólk sem ber hag lands og þjóðar fyrir brjósti, ætli að mynda flokk sem hefur velferð allra Íslendinga að leiðarljósi. Fyrir þessu ætlunarverki fer Ómar Ragnarsson sem ég kalla þjóðhetju okkar Íslendinga. Í framlínu með honum eru umhverfisvinirnir Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Jakob Frímann Magnússon og vonandi María Ellingsen. Umhverfið er það sem allt fellur með eða lifir. Því er sjálfsagt að hafa það í forgrunni. En það er ekki þar með sagt að farið verði í kringum málefni þeirra sem minna mega sín eins og köttur um heitan graut. Það hafa allir hinir flokkarnir gert og er ég vongóður um að í þeim efnum verði ólíku saman að jafna eins og mörgu öðru. Ég vona að þjóðin beri gæfu og þor til að fleyta þessum flokki sterkum inn á þing. Höfundur er trésmíðameistari. Stjórnmálaflokkunum er það sameiginlegt að láta mikið í orði og nær ekkert á borði þegar kjör aldraðra og öryrkja eru til umræðu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun