Öskutunnan Ísland 9. mars 2007 05:00 Ég bý í Hafnarfirði – ennþá. Ég hélt satt að segja þegar ég flutti hingað að ég væri að velja fallegt umhverfi hjá góðu fólki sem bæri fyrst og fremst virðingu fyrir umhverfi sínu. Það hefur alltaf verið eitthvað skemmtilega þorpslegt við Hafnarfjörð og fólkið þar einstaklega hlýlegt og vingjarnlegt. Umræðan í fjölmiðlum síðustu daga hefur gert mig uggandi um skynsemi Hafnfirðinga. Ef peningaaðilar fá hér að ráða í framtíðinni mun Hafnarfjörður verða höfuðstaður öskutunnunnar Íslands, landsins sem mengar mest í heimi og landsins þar sem fáfræði og peningagræðgi er ofar öllu öðru. Samtök sem nefna sig „Hagur Hafnarfjarðar“ fara mikinn um þessar mundir og þar er eytt milljónum króna í auglýsingaherferðir þar sem Hafnfirðingar eru hvattir til að kjósa á þann veg að hið óhugnanlega álver fái að breiða úr sér eins og skrímsli um allan Hafnarfjörð – annars missi starfsmenn álversins vinnuna sína. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að bera síkt bull á borð fyrir hugsandi fólk? Skoðið heimasíðu álversins. Það mun enginn missa vinnuna næstu 20 árin þó álverið stækki ekki en það munu fjölmargir missa heilsuna ef af þessari stækkun verður. Mín heilsa er í húfi og ykkar líka – og þið skammsýnu peningagráðu Íslendingar sem viljið eyðileggja náttúru Íslands með stóriðjumengun, þið eruð að drepa afkomendur ykkar! Stækkun álversins í Straumsvík þýðir að mengunin eykst um það magn sem nemur eitrinu frá öllum bílaflota Íslandinga á einu ári. Ég studdi Samfylkinguna þegar ég flutti í þennan fallega bæ – einfaldlega vegna þess að Ingibjörg Sólrún er yfirburðamanneskja á allan hátt og ég batt miklar vonir við þau samtök. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur svo gjörsamlega skotið þessa fylkingu í kaf með heimskulegum aðgerðum undanfarin ár. Hvernig datt þessum stjórmálamönnum í hug í fyrsta lagi að selja álverinu landið þar sem viðbótarálverið á að rísa án þess að bera það undir Hafnfirðinga? Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana, hver pótintátinn á fætur öðrum lýsir því yfir að enginn megi vita hvað þeir ætli að kjósa núna í lok mars. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík! Nú spyr ég: halda menn að það sé einhver tilviljun að fylgið hrynur af Samfylkingunni og að Vinstri græn eru miklu stærri stjórmálaflokkur í dag heldur en Samfylkingin? Það er öskutunnustefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem er búin að eyðileggja þann flokk. Ég bið Ingibjörgu Sólrúnu vinsamlegast um að hætta í þessum vonda félagsskap og ganga til liðs við stjórnmálaafl sem hefur á stefnuskrá sinni að vernda náttúru Íslands. Að lokum frábið ég mér að það sé reynt að troða inn í mig samviskubiti yfir að gera þá sem vinna í álverinu í Straumsvík atvinnulausa. Það er lygi og það vita það allir. Álverið stórgræðir á því að fá hér á Íslandi nánast ókeypis raforku til að menga heiminn og það verður hér starfandi næstu áratugi – án þess að það stækki - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Svo bendi ég þeim á, sem eru fyrst og fremst að hugsa um peninga, að það eru einungis 1–2% af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem koma frá álverinu. Farið hefur fé betra. Höfundur er fyrrverandi stuðningsaðili Samfylkingarinnar. Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég bý í Hafnarfirði – ennþá. Ég hélt satt að segja þegar ég flutti hingað að ég væri að velja fallegt umhverfi hjá góðu fólki sem bæri fyrst og fremst virðingu fyrir umhverfi sínu. Það hefur alltaf verið eitthvað skemmtilega þorpslegt við Hafnarfjörð og fólkið þar einstaklega hlýlegt og vingjarnlegt. Umræðan í fjölmiðlum síðustu daga hefur gert mig uggandi um skynsemi Hafnfirðinga. Ef peningaaðilar fá hér að ráða í framtíðinni mun Hafnarfjörður verða höfuðstaður öskutunnunnar Íslands, landsins sem mengar mest í heimi og landsins þar sem fáfræði og peningagræðgi er ofar öllu öðru. Samtök sem nefna sig „Hagur Hafnarfjarðar“ fara mikinn um þessar mundir og þar er eytt milljónum króna í auglýsingaherferðir þar sem Hafnfirðingar eru hvattir til að kjósa á þann veg að hið óhugnanlega álver fái að breiða úr sér eins og skrímsli um allan Hafnarfjörð – annars missi starfsmenn álversins vinnuna sína. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að bera síkt bull á borð fyrir hugsandi fólk? Skoðið heimasíðu álversins. Það mun enginn missa vinnuna næstu 20 árin þó álverið stækki ekki en það munu fjölmargir missa heilsuna ef af þessari stækkun verður. Mín heilsa er í húfi og ykkar líka – og þið skammsýnu peningagráðu Íslendingar sem viljið eyðileggja náttúru Íslands með stóriðjumengun, þið eruð að drepa afkomendur ykkar! Stækkun álversins í Straumsvík þýðir að mengunin eykst um það magn sem nemur eitrinu frá öllum bílaflota Íslandinga á einu ári. Ég studdi Samfylkinguna þegar ég flutti í þennan fallega bæ – einfaldlega vegna þess að Ingibjörg Sólrún er yfirburðamanneskja á allan hátt og ég batt miklar vonir við þau samtök. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur svo gjörsamlega skotið þessa fylkingu í kaf með heimskulegum aðgerðum undanfarin ár. Hvernig datt þessum stjórmálamönnum í hug í fyrsta lagi að selja álverinu landið þar sem viðbótarálverið á að rísa án þess að bera það undir Hafnfirðinga? Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana, hver pótintátinn á fætur öðrum lýsir því yfir að enginn megi vita hvað þeir ætli að kjósa núna í lok mars. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík! Nú spyr ég: halda menn að það sé einhver tilviljun að fylgið hrynur af Samfylkingunni og að Vinstri græn eru miklu stærri stjórmálaflokkur í dag heldur en Samfylkingin? Það er öskutunnustefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem er búin að eyðileggja þann flokk. Ég bið Ingibjörgu Sólrúnu vinsamlegast um að hætta í þessum vonda félagsskap og ganga til liðs við stjórnmálaafl sem hefur á stefnuskrá sinni að vernda náttúru Íslands. Að lokum frábið ég mér að það sé reynt að troða inn í mig samviskubiti yfir að gera þá sem vinna í álverinu í Straumsvík atvinnulausa. Það er lygi og það vita það allir. Álverið stórgræðir á því að fá hér á Íslandi nánast ókeypis raforku til að menga heiminn og það verður hér starfandi næstu áratugi – án þess að það stækki - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Svo bendi ég þeim á, sem eru fyrst og fremst að hugsa um peninga, að það eru einungis 1–2% af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem koma frá álverinu. Farið hefur fé betra. Höfundur er fyrrverandi stuðningsaðili Samfylkingarinnar. Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík!
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun