Lífið

Ósköp venjuleg stelpa

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bndchen segist vera ósköp venjuleg stelpa sem hafi gaman af íþróttum og eyða tíma með vinkonum sínum og kærasta, ruðningshetjunni Tom Brady.

„Ég dýrka íþróttir. Ég hef haft mikla ástríðu fyrir þeim síðan ég var lítil stelpa," sagði Gisele í viðtali við Vanity Fair. „Ef maður spáir í það þá er eini munurinn á mér og öðru fólki sá að ég ferðast miklu meira."

Giseles segist hafa áhuga á að eignast börn í framtíðinni en kærastinn Brady á von á barni með fyrrverandi kærustu sinni, leikkonunni Bridget Moynahan. „Foreldrar mínir hafa verið giftir í 35 ár og eiga sex börn. Ég er samt bara 26 ára, þannig að ég hef nógan tíma." Gisele ætlar að einbeita sér að vinnunni á næstunni þar sem nóg er að gera. „Ég elska að dansa en þegar ég er að vinna fer ég aldrei í partí eða á næturklúbba."

Hún segist enn hafa samband við fyrrverandi kærasta sinn Leonardo DiCaprio. „Við hittumst ennþá af og til og mér þykir mjög vænt um fjölskylduna hans. Eftir svona langt samband er eðlilegt að verða náin fjölskyldu viðkomandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.