Lífið

Berrassa á Óskarnum

Helen Mirren sagði kjól Christian Lacroix hafa verið sniðinn á hana með það að markmiði að hún gæti sleppt nærfötum.
Helen Mirren sagði kjól Christian Lacroix hafa verið sniðinn á hana með það að markmiði að hún gæti sleppt nærfötum. MYND/Getty

Helen Mirren þótti stórglæsileg til fara á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð, þar sem hún hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Englandsdrottning í The Queen. Mirren ljóstraði því nýlega upp að hún hefði verið nærfatalaus undir gylltum kjólnum, sem Christian Lacroix hannaði sérstaklega á hana.

Eins og leikkonan greindi spjallaþáttadrottningunni Oprah Winfrey frá var kjóllinn sniðinn á hana með það að markmiði að hún gæti sleppt hamlandi nærfatnaði. Leikkonan greip um brjóst sín og sagði „Hann passaði á mig eins og tvær englahendur. Ég grét þegar ég fór í hann, hann er listaverk.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.