Viðskipti erlent

BAE skilaði af sér góðu ári

Hagnaður breska hergagnaframleiðandans BAE Systems þrefaldaðist í fyrra.
Hagnaður breska hergagnaframleiðandans BAE Systems þrefaldaðist í fyrra. MYND/AFP

Tekjur breska hergagnaframleiðandans BAE Systems tæplega þrefaldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögnum til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags Airbus.

Tekjur BAE Systems, sem er einn stærsti hergagnaframleiðandi Bretlands, námu 1,64 milljörðum punda, jafnvirði 213,5 milljarða íslenskra króna, samborið við 553 milljónir punda, eða 72 milljarða króna, árið 2005. Þar af námu tekjur félagsins vegna sölu á hlut þess í Airbus 925 milljónum punda, ríflega 120 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×