Hvurs taumur er dreginn? 21. febrúar 2007 05:00 Í grein í Fréttablaðinu nýverið vegsamar Illugi Gunnarsson kvótakerfi okkar Íslendinga í fiskveiðum. Segir m.a. séreignarrétt veiðiheimilda grundvalla velgengni sjávarútvegsfyrirtækja og raunar lykilatriði í uppsveiflu íslensks efnahagslífs. Tvennt er stingandi í umfjöllun Illuga, annarsvegar tal hans um eignarrétt fiskimiðanna, hinsvegar samanburðurinn við jarðnæði, að menn verði að þola skertan aðgang að fiskveiðum sem og landbúnaði vegna séreignarréttar þeirra sem fyrir eru. Varðandi fyrra atriðið er vert að hafa í huga að þjóðin á kvittun um sölu bankanna, þjóðin á líka kvittun fyrir sölu Símans en hvar er kvittunin um sölu fiskimiðanna? Afhverju talar greinarhöfundur um eignarrétt á einhverju sem aldrei hefur verið selt, hvað þá keypt? Um seinna atriðið má segja að jarðnæði á Íslandi hefur gengið kaupum og sölum allt frá landnámi og ekki skilgreint sem þjóðareign nema hálendið og ríkisjarðir. Ég veit a.m.k. ekki um neinn bónda sem situr á jörð sinni í boði ríkisins (nema þá í formi niðurgreiðslna). En miðað við staðhæfingu Illuga að eignaréttur útgerða á íslenskum fiskimiðum hafi bjargað íslenskum sjávarútvegi væri kannski hægt að bjarga íslenskum landbúnaði með sama hætti og rétta bændastéttinni, í krafti þekkingar og reynslu, ríkisjarðirnar sem þeir gætu svo selt hæstbjóðendum. Þá myndu bændur sjá útleið, þeim fækka og niðurgreiðslur heyra sögunni til. Alltént er svona ósamræmi, að úthluta einni þjóðareign án endurgjalds en krefjast borgunar fyrir aðra, ruglandi og hlýtur að kalla á allsherjar samræmingu. Heyrst hefur í umræðunni að eina leiðin í kvótamálunum væri að kaupa veiðiheimildirnar til baka. Það væri dapurlegt skref fyrir þjóðina að kaupa til baka eitthvað sem hún aldrei hefur selt frá sér. Og það, að menn eru óhikað farnir að tala um eignarrétt útgerðanna á íslenskum fiskimiðum, sýnir hvurs taumur er dreginn. Útgerðarmenn og lánastofnanir hafa lengi umgengist sjávarfang sem sína prívat eign og gert það í skjóli handgenginna embættis- og stjórnmálamanna. Hlutverk stjórnmálamanns er fyrst og fremst að gæta hagsmuna heildarinnar en ekki sérhagsmuna. Að trúa því að gjöf þjóðareigna sé til hagsældar fyrir þjóðarbúið er undarleg hagfræði og hlýtur að hafa einhver önnur markmið. Á hinn bóginn tek ég undir með Illuga að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er óljós og sé hún einhver er tími kominn til að flagga í fulla stöng. Kannski sé einmitt skeytingarleysi vinstriflokkanna um að kenna sá dráttur sem orðinn er á skilgreiningu þjóðarauðlinda á Íslandi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu nýverið vegsamar Illugi Gunnarsson kvótakerfi okkar Íslendinga í fiskveiðum. Segir m.a. séreignarrétt veiðiheimilda grundvalla velgengni sjávarútvegsfyrirtækja og raunar lykilatriði í uppsveiflu íslensks efnahagslífs. Tvennt er stingandi í umfjöllun Illuga, annarsvegar tal hans um eignarrétt fiskimiðanna, hinsvegar samanburðurinn við jarðnæði, að menn verði að þola skertan aðgang að fiskveiðum sem og landbúnaði vegna séreignarréttar þeirra sem fyrir eru. Varðandi fyrra atriðið er vert að hafa í huga að þjóðin á kvittun um sölu bankanna, þjóðin á líka kvittun fyrir sölu Símans en hvar er kvittunin um sölu fiskimiðanna? Afhverju talar greinarhöfundur um eignarrétt á einhverju sem aldrei hefur verið selt, hvað þá keypt? Um seinna atriðið má segja að jarðnæði á Íslandi hefur gengið kaupum og sölum allt frá landnámi og ekki skilgreint sem þjóðareign nema hálendið og ríkisjarðir. Ég veit a.m.k. ekki um neinn bónda sem situr á jörð sinni í boði ríkisins (nema þá í formi niðurgreiðslna). En miðað við staðhæfingu Illuga að eignaréttur útgerða á íslenskum fiskimiðum hafi bjargað íslenskum sjávarútvegi væri kannski hægt að bjarga íslenskum landbúnaði með sama hætti og rétta bændastéttinni, í krafti þekkingar og reynslu, ríkisjarðirnar sem þeir gætu svo selt hæstbjóðendum. Þá myndu bændur sjá útleið, þeim fækka og niðurgreiðslur heyra sögunni til. Alltént er svona ósamræmi, að úthluta einni þjóðareign án endurgjalds en krefjast borgunar fyrir aðra, ruglandi og hlýtur að kalla á allsherjar samræmingu. Heyrst hefur í umræðunni að eina leiðin í kvótamálunum væri að kaupa veiðiheimildirnar til baka. Það væri dapurlegt skref fyrir þjóðina að kaupa til baka eitthvað sem hún aldrei hefur selt frá sér. Og það, að menn eru óhikað farnir að tala um eignarrétt útgerðanna á íslenskum fiskimiðum, sýnir hvurs taumur er dreginn. Útgerðarmenn og lánastofnanir hafa lengi umgengist sjávarfang sem sína prívat eign og gert það í skjóli handgenginna embættis- og stjórnmálamanna. Hlutverk stjórnmálamanns er fyrst og fremst að gæta hagsmuna heildarinnar en ekki sérhagsmuna. Að trúa því að gjöf þjóðareigna sé til hagsældar fyrir þjóðarbúið er undarleg hagfræði og hlýtur að hafa einhver önnur markmið. Á hinn bóginn tek ég undir með Illuga að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er óljós og sé hún einhver er tími kominn til að flagga í fulla stöng. Kannski sé einmitt skeytingarleysi vinstriflokkanna um að kenna sá dráttur sem orðinn er á skilgreiningu þjóðarauðlinda á Íslandi. Höfundur er læknir.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar