Lífið

Fleiri kærur á Doherty

Enn ein ákæran.
Pete Doherty er enn á leið í réttarsal.
Enn ein ákæran. Pete Doherty er enn á leið í réttarsal. MYND/AP

Enn hefur bæst á langan afbrotalista rokkarans Pete Doherty þegar honum var tilkynnt í vikubyrjun að hann þyrfti að mæta fyrir dómara vegna umferðarlagabrota. Pete, sem er 27 ára gamall, hefur verið kærður fyrir ýmis umferðarlagabrot. Þar á meðal að vera ekki með ökuskírteini og vera ekki tryggður.

Pete var stöðvaður í nóvember á síðasta ári á Jagúarbifreið sinni eftir að lögreglumenn töldu ökulag hans grunsamlegt. Tveir menn sem voru með Doherty í bílnum voru í kjölfarið ákærðir fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum en söngvarinn slapp við eiturlyfjakærur að þessu sinni.

Þessi afbrot eru aðeins smávægileg viðbót við fjölda handtaka og ákæra sem Doherty hefur mátt sæta síðustu misserin vegna eiturlyfja- og áfengisneyslu sinnar. Síðasta vika var viðburðarík hjá söngvaranum því þá birtust myndir af honum í fjölmiðlum þar sem hann var að neyta kókaíns. Þá birtist enn ein fréttin um að kærastan Kate Moss hefði látið Pete róa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.