Lífið

Boðið nýtt starf

Einum virtasta upptökustjóra heims, Rick Rubin, hefur verið boðin staða sem aðstoðarformaður plötufyrirtækisins Columbia Records.

Ekki er víst hvort Rubin geti þegið starfið þar sem hann er þegar samningsbundinn Warner Brothers Records sem upptökustjóri. Á meðal þekktra hljómsveita sem eru á samningi hjá Warner Brothers eru Metallica og Linkin Park sem Rubin hefur unnið náið með að undanförnu við upptökur á nýjum plötum.

Á meðal fleiri þekktra nafna sem Rubin hefur starfað með í gegnum tíðina eru Slayer, Johnny Cash og Jay-Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.