Áróður gegn frjálslyndum 7. febrúar 2007 05:00 Frjálslyndi flokkurinn hefur siglt krappan dans undanfarið. Ég álít að ballið hafi byrjað þegar fólk úr Nýju afli ákvað að ganga í flokkinn. Ákveðnir einstaklingar innan FF voru andvígir innkomu þeirra. En það er ekki hægt að banna fólki að ganga í stjórnmálaflokka. Og svo er fólk bara fólk. Deilunni lauk svo á landsþingi um daginn. Ég ætla ekki að reifa málið nánar, það sem mér finnst merkilegast í öllu þessu er hvernig fjölmiðlar hafa meðhöndlað það, einnig öll sú hatursumræða og áróður gegn flokknum sem átt hefur sér stað og er með ólíkindum. Þar er hvorki skeytt um heiður né æru en vaðið áfram með fullyrðingar um rasisma, sem hvergi er stoð fyrir. Það sorglega við þetta er að fólk úr okkar eigin röðum tók undir og gaf í rauninni andstæðingum höggstað á flokknum. Svokallaðir stjórnmálafræðingar sem að mínu mati standa ekki undir slíku, voru kallaðir til og helst þeir sem mest fullvissuðu fólk um að hér væri stórhættulegur rasistaflokkur á ferð. Þetta hamrað endalaust, lygin matreidd ofan í fólk, hverjum sem það nú þjónaði. Margrét Sverrisdóttir hefur gengið úr flokknum, hún er að hefja sína eyðimerkurgöngu með það fólk sem henni fylgir. „Flokkurinn minn yfirgaf mig,“ segir hún, málefnaágreiningur og svik, en aðallega að „þetta fólk“ kom inn og á þar við fólk úr Nýju afli. Hvað varðar málefnaágreining, hefur engu verið breytt í þeirri málefnahandbók sem Margrét átti hvað mestan þátt í að vinna að, plagg sem hún má vera stolt af. Í sambandi við innflytjendamálin, þá hefur hún marglýst yfir að það þurfi að ræða þau mál. Ég hef lesið flest það sem Magnús og Guðjón hafa sagt um þessi mál, og ég get ekki lesið þar neitt annað en eðlilegar áhyggjur af ástandi sem er að skapast í okkar litla landi. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru að öðrum þingmönnum ólöstuðum í hvað mestu sambandi við almenning í landinu og finna því vel hvað brennur á fólki. Enda var það einmitt þess vegna sem þeir fóru að ræða málefnin á alþingi strax í fyrravor. Þá voru menn farnir að hafa áhyggjur af starfsmannaleigum og óheftum innflutningi verkafólks sem var tilbúið til að vinna á strípuðum töxtum og í augum atvinnurekenda betra starfsfólk en þeir sem höfðu áunnið sér réttindi, bæði þeir sem hér höfðu sest að og sem voru fyrir. Það virðist vera að þeirra réttur til vinnunnar sé einskis virði. Allt tal um verndun fólks er kallað þjóðernishyggja af æsingarmönnum sem hæst hafa í umræðunni. Landsþing Frjálslyndaflokksins fór vel fram, alveg fram að atkvæðagreiðslu. En þá fór að berast fólk að. Maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ég held að enginn hafi fyrirfram gert sér grein fyrir því að svona margir myndu koma til að taka þátt. Vissulega var smalað á þennan fund, ættingjar og vinir, en líka voru þarna listar frá Nýju afli og stuðningsmönnum Margrétar. Ég sá fólk þarna úti um allt með listana í höndum merkja við. Ég myndi aldrei gera svona sjálf, en mér er sagt að þetta sé eðlilegur hlutur. Gott og vel. En það kom í ljós að flestir þeir sem mest og best hafa unnið fyrir flokkinn voru þar í efstu sætum. Það varð engin hallarbylting, eða straumhvörf. Þrátt fyrir örtröðina og lætin, þá fór þetta kjör á besta veg. Ég vil ítreka það að þeir sem úrslitum réðu í kosningunum voru fólkið sem sat allt þingið og tók málefnalega afstöðu til fólksins sem kynnti sig til trúnaðarstarfa. Ég hygg að óánægjan sem ríkti þarna eftir á af ákveðnum einstaklingum sé ekki af þeim toga að um málefnaágreining sé að ræða, heldur ekki vegna ótta um að þjóðerniskennd muni tröllríða flokknum. Þarna eru á ferðinni ósköp venjuleg sárindi vegna særðs stolts. Ég á heldur ekki von á því að flokkurinn klofni. Frjálslyndi flokkurinn stendur eftir sem áður heill í sínum málefnasamningi, lítið hefur breyst í forystu hans og trúnaðarstörfum. Það er því engin ástæða til að fara. Hugsjónirnar sem urðu til þess að fólk gekk í flokkinn eru nefnilega ennþá til staðar. Þær hafa ekki farið neitt. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar og fara að vinna upp það sem tapast hefur, fara að vinna að uppbyggingunni og framtíðarsýninni um góða kosningu í vor. Að því verkefni eru allir velkomnir sem vilja leggja góðum málum lið. Besta leiðin til að finna út úr því er að kynna sér málefnahandbók flokksins og sjá með eigin augum allt það góða sem við viljum gera og framkvæma. Höfundur er garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn hefur siglt krappan dans undanfarið. Ég álít að ballið hafi byrjað þegar fólk úr Nýju afli ákvað að ganga í flokkinn. Ákveðnir einstaklingar innan FF voru andvígir innkomu þeirra. En það er ekki hægt að banna fólki að ganga í stjórnmálaflokka. Og svo er fólk bara fólk. Deilunni lauk svo á landsþingi um daginn. Ég ætla ekki að reifa málið nánar, það sem mér finnst merkilegast í öllu þessu er hvernig fjölmiðlar hafa meðhöndlað það, einnig öll sú hatursumræða og áróður gegn flokknum sem átt hefur sér stað og er með ólíkindum. Þar er hvorki skeytt um heiður né æru en vaðið áfram með fullyrðingar um rasisma, sem hvergi er stoð fyrir. Það sorglega við þetta er að fólk úr okkar eigin röðum tók undir og gaf í rauninni andstæðingum höggstað á flokknum. Svokallaðir stjórnmálafræðingar sem að mínu mati standa ekki undir slíku, voru kallaðir til og helst þeir sem mest fullvissuðu fólk um að hér væri stórhættulegur rasistaflokkur á ferð. Þetta hamrað endalaust, lygin matreidd ofan í fólk, hverjum sem það nú þjónaði. Margrét Sverrisdóttir hefur gengið úr flokknum, hún er að hefja sína eyðimerkurgöngu með það fólk sem henni fylgir. „Flokkurinn minn yfirgaf mig,“ segir hún, málefnaágreiningur og svik, en aðallega að „þetta fólk“ kom inn og á þar við fólk úr Nýju afli. Hvað varðar málefnaágreining, hefur engu verið breytt í þeirri málefnahandbók sem Margrét átti hvað mestan þátt í að vinna að, plagg sem hún má vera stolt af. Í sambandi við innflytjendamálin, þá hefur hún marglýst yfir að það þurfi að ræða þau mál. Ég hef lesið flest það sem Magnús og Guðjón hafa sagt um þessi mál, og ég get ekki lesið þar neitt annað en eðlilegar áhyggjur af ástandi sem er að skapast í okkar litla landi. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru að öðrum þingmönnum ólöstuðum í hvað mestu sambandi við almenning í landinu og finna því vel hvað brennur á fólki. Enda var það einmitt þess vegna sem þeir fóru að ræða málefnin á alþingi strax í fyrravor. Þá voru menn farnir að hafa áhyggjur af starfsmannaleigum og óheftum innflutningi verkafólks sem var tilbúið til að vinna á strípuðum töxtum og í augum atvinnurekenda betra starfsfólk en þeir sem höfðu áunnið sér réttindi, bæði þeir sem hér höfðu sest að og sem voru fyrir. Það virðist vera að þeirra réttur til vinnunnar sé einskis virði. Allt tal um verndun fólks er kallað þjóðernishyggja af æsingarmönnum sem hæst hafa í umræðunni. Landsþing Frjálslyndaflokksins fór vel fram, alveg fram að atkvæðagreiðslu. En þá fór að berast fólk að. Maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ég held að enginn hafi fyrirfram gert sér grein fyrir því að svona margir myndu koma til að taka þátt. Vissulega var smalað á þennan fund, ættingjar og vinir, en líka voru þarna listar frá Nýju afli og stuðningsmönnum Margrétar. Ég sá fólk þarna úti um allt með listana í höndum merkja við. Ég myndi aldrei gera svona sjálf, en mér er sagt að þetta sé eðlilegur hlutur. Gott og vel. En það kom í ljós að flestir þeir sem mest og best hafa unnið fyrir flokkinn voru þar í efstu sætum. Það varð engin hallarbylting, eða straumhvörf. Þrátt fyrir örtröðina og lætin, þá fór þetta kjör á besta veg. Ég vil ítreka það að þeir sem úrslitum réðu í kosningunum voru fólkið sem sat allt þingið og tók málefnalega afstöðu til fólksins sem kynnti sig til trúnaðarstarfa. Ég hygg að óánægjan sem ríkti þarna eftir á af ákveðnum einstaklingum sé ekki af þeim toga að um málefnaágreining sé að ræða, heldur ekki vegna ótta um að þjóðerniskennd muni tröllríða flokknum. Þarna eru á ferðinni ósköp venjuleg sárindi vegna særðs stolts. Ég á heldur ekki von á því að flokkurinn klofni. Frjálslyndi flokkurinn stendur eftir sem áður heill í sínum málefnasamningi, lítið hefur breyst í forystu hans og trúnaðarstörfum. Það er því engin ástæða til að fara. Hugsjónirnar sem urðu til þess að fólk gekk í flokkinn eru nefnilega ennþá til staðar. Þær hafa ekki farið neitt. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar og fara að vinna upp það sem tapast hefur, fara að vinna að uppbyggingunni og framtíðarsýninni um góða kosningu í vor. Að því verkefni eru allir velkomnir sem vilja leggja góðum málum lið. Besta leiðin til að finna út úr því er að kynna sér málefnahandbók flokksins og sjá með eigin augum allt það góða sem við viljum gera og framkvæma. Höfundur er garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun