Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. október 2022 07:01 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar