Bjartar efnahagshorfur - þenslan gengur niður Jón Sigurðsson skrifar 26. janúar 2007 00:01 Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun