Bjartar efnahagshorfur - þenslan gengur niður Jón Sigurðsson skrifar 26. janúar 2007 00:01 Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun