Lífið

Í New York á afmælinu

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi spilar á afmælistónleikum í Madison Square Garden.
Tónlistarmaðurinn heimsfrægi spilar á afmælistónleikum í Madison Square Garden.

Elton John, sem hélt óvænta en örstutta tónleika hér á landi fyrir skömmu, ætlar að halda upp á sextugsafmæli sitt þann 25. mars með tónleikum í Madison Square Garden í New York.

Þetta verður í sextugasta sinn sem Elton spilar í þessu virta tónleikahúsi. Hefur hann beðið vin sinn Robbie Williams um að koma fram á tónleikunum og brást Robbie við með því það bjóðast til að fækka fötum á meðan hann myndi syngja lag Toms Jones, You Can Leave Your Hat On. Lagið var einmitt notað í myndinni The Full Monty þar sem breskir verkamenn brugðust við atvinnuleysi með því að gerast karlkyns fatafellur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.