Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu 16. janúar 2007 11:15 Það er nóg um að vera í lífi Ragnars Óskarssonar um þessar mundir. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“ Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni