Lífið

Britney eldist hratt

Þekktur lýtalæknir hefur áhyggjur af útliti Britney Spears.
Þekktur lýtalæknir hefur áhyggjur af útliti Britney Spears.

Britney Spears er farið að taka sinn toll. Þekktur lýtalæknir segir hana hafa elst um 10-15 ár á tveimur árum.

Lýtalæknirinn Robert Rey hvetur Britney Spears til að passa betur upp á sig. Lýtalæknirinn lét þessi ummæli falla eftir að nýjar myndir birtust af henni í fjölmiðlum. Eftir að hafa séð þær segir Rey að Britney hafi elst um fimmtán ár á aðeins tveimur árum.

Robert Rey er þekkt nafn í Hollywood. Hann stjórnar til að mynda hinum vinsæla þætti DR 90210 sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni E! Hann tjáði sig um útlitið á Britney í þættinum The Insider. „Það eru pokar undir augunum á henni og hárið er miklu daufara. Maður sér meira að segja hrukkur,“ sagði Robert Rey. „Það er vel hægt að fullyrða að hún hafi elst um 10-15 ár á skömmum tíma,“ sagði hann enn fremur þegar hann var beðinn um að bera saman nýjar myndir af Britney og myndir sem teknar voru fyrir tveimur árum.

Britney Spears skildi sem kunnugt er við eiginmann sinn, Kevin Federline, fyrir skemmstu. Síðan þá hefur hún verið fastagestur á næturklúbbum í Los Angeles og víðar. Þar hefur hún verið í slagtogi við þekkt partíljón á borð við Paris Hilton. Britney hefur sömuleiðis verið orðuð við ótal karlmenn á sama tíma. Hún á tvo syni með Kevin Federline. Britney er 25 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.