Lífið

Skilnaðurinn frágenginn

Nick Lachey og Jessica Simpson hafa loksins gengið frá öllum smáatriðum varðandi skilnað sinn.
Nick Lachey og Jessica Simpson hafa loksins gengið frá öllum smáatriðum varðandi skilnað sinn.

Jessica Simpson og fyrrverandi eiginmaður hennar Nick Lachey hafa loksins gengið frá skiptingu eigna sinna. Þar með er skilnaður þeirra loks frágenginn. Simpson, sem er 26 ára, og Lachey, 33 ára, gengu í hjónaband árið 2002 og komu fram í MTV-raunveruleikaþættinum Newlyweds sem sýndur hefur verið hér á landi.

Þau skildu að skiptum í nóvember árið 2005. Skilnaðurinn gekk svo í gegn í júnímánuði 2006. Bandaríska tímaritið People segir að Jessica og Nick ætli ekki að greina frá hvernig eignum þeirra var skipt.

Eftir skilnaðinn hefur Lachey verið á föstu með MTV-kynninum Vanessu Minnillo en Simpson er sögð vera með tónlistarmanninum John Mayer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.