Innlent

Vísitala íbúðaverðs lækkað um 2,2% frá fyrra mánuði

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 306,1 stig í október 2006 (janúar 1994=100) og lækkaði um 2,2% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hefur hún hækkað um 0,8% en undanfarna 6 mánuði hefur hún samt lækkað um 0,5%. Á ársgrundvelli varð þó hækkun upp á 7,2%

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis.

Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fasteignamat ríkisins áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar.

Fasteignamat ríkisins skýrir frá þessu á fréttavef sínum og er áhugasömum bent á vef þess, www.fmr.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×