Norsk Hydro lýsir áhuga á að reisa álver á Íslandi 16. nóvember 2006 17:09 Norsk Hydro hellti sér í dag af krafti og með formlegum hætti í álverskapphlaupið. Fyrirtækið boðaði til fréttamannafundar þar sem það tilkynnti að það vildi koma að orkunýtingu og áliðnaði á Íslandi í framtíðinni um leið og það opnaði sérstaka skrifstofu í Reykjavík í þeim tilgangi. Skrifstofunni er jafnframt ætlað að leita tækifæra í Grænlandi og Austur-Kanada.Skrifstofan hefur þegar verið opnuð og er til húsa að Smiðshöfða 1. Helstu forystumenn álframleiðslu fyrirtæksins er staddir á Íslandi og áttu þeir fund með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra í morgun. Í hádeginu héldu þeir svo fréttamannafund og þar var auðheyrt að þeir sáu eftir því að hafa ekki getað nýtt tækifærið sem þeim bauðst til að byggja álverið á Reyðarfirði.Torstein Dale Sjøtveit, forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir að fyrirtækið hafi því miður þurft að velja á milli tveggja verkefna árið 2002 og því ekki getað farið í álversframkvæmdir á Austfjörðum. Nú hyggist fyrirtækið reisa ný álver og vilji aftur skoða möguleika til slíks á Íslandi.Hydro er þegar með talsverð tengsl við Ísland en það sér álveri Norðuráls fyrir tæknibúnaði og kemur að tilraunaverkefninu með rekstur vetnisstrætisvagna. Þá hefur Hydro mikinn áhuga á djúpborunarverkefninu sem er að hefjast hérlendis. Megináhuginn snýr þó að því að afla orku til álframleiðslu en Hydro-menn spá því að tvöfalda þurfi heimsframleiðslu áls á næstu fjórtán árum til að anna eftirspurn.Thorstein Dale Sjötveit segir að Hydro sé orkufyrirtæki sem hafi upphaflega verið stofnað um vatnsorku og það hafi áhuga á allri orkuframleiðslu. Álframleiðsla sé ein leið til að flytja orku og Hydro telji hana henta vel fyrir Ísland til þess að flytja út orku til annarra heimhluta. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Norsk Hydro hellti sér í dag af krafti og með formlegum hætti í álverskapphlaupið. Fyrirtækið boðaði til fréttamannafundar þar sem það tilkynnti að það vildi koma að orkunýtingu og áliðnaði á Íslandi í framtíðinni um leið og það opnaði sérstaka skrifstofu í Reykjavík í þeim tilgangi. Skrifstofunni er jafnframt ætlað að leita tækifæra í Grænlandi og Austur-Kanada.Skrifstofan hefur þegar verið opnuð og er til húsa að Smiðshöfða 1. Helstu forystumenn álframleiðslu fyrirtæksins er staddir á Íslandi og áttu þeir fund með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra í morgun. Í hádeginu héldu þeir svo fréttamannafund og þar var auðheyrt að þeir sáu eftir því að hafa ekki getað nýtt tækifærið sem þeim bauðst til að byggja álverið á Reyðarfirði.Torstein Dale Sjøtveit, forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir að fyrirtækið hafi því miður þurft að velja á milli tveggja verkefna árið 2002 og því ekki getað farið í álversframkvæmdir á Austfjörðum. Nú hyggist fyrirtækið reisa ný álver og vilji aftur skoða möguleika til slíks á Íslandi.Hydro er þegar með talsverð tengsl við Ísland en það sér álveri Norðuráls fyrir tæknibúnaði og kemur að tilraunaverkefninu með rekstur vetnisstrætisvagna. Þá hefur Hydro mikinn áhuga á djúpborunarverkefninu sem er að hefjast hérlendis. Megináhuginn snýr þó að því að afla orku til álframleiðslu en Hydro-menn spá því að tvöfalda þurfi heimsframleiðslu áls á næstu fjórtán árum til að anna eftirspurn.Thorstein Dale Sjötveit segir að Hydro sé orkufyrirtæki sem hafi upphaflega verið stofnað um vatnsorku og það hafi áhuga á allri orkuframleiðslu. Álframleiðsla sé ein leið til að flytja orku og Hydro telji hana henta vel fyrir Ísland til þess að flytja út orku til annarra heimhluta.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira