Innlent

Stefnir í einn kaldasta nóvember í sögunni

Verði ekki afgerandi veðurfarsbreytingar það sem eftir lifir mánaðar gæti þessi nóvembermánuður orðið með þeim vindasömustu, köldustu og snjóþyngstu sem komið hafa. Ekki sér fyrir endann á kuldakastinu í lengstu tölvuspám. Hvert stórviðrið hefur rekið annað þar sem minnstu hefur munað að stórtjón hlytist af og nú ríkja vetrarhörkur á landinu.

Hvert stórviðrið hefur rekið annað þar sem minnstu hefur munað að stórtjón hlytist af og nú ríkja vetrarhörkur á landinu.

Veruleg truflun hefur orðið á millilandaflugi vegna veðurofsanna og hefur sambærilegt ástand ekki komið upp í að minnsta kosti fjögur ár. Endanlegt uppgjör þessa nóvembermánaðar liggur eðlilega ekki fyrir þar sem mánuðurinn er ekki búinn en segja má að hann sé með lakari nóvembermánuðum sem komið hafa síðari ár.

Kuldakaflar eru ekki óalgangir í nóvember. Fyrir liggur að kaldara varð í nóvember fyrir tveimur árum eða 2004 en þá fór frostið í Reykjavík í 15,1°C og 15°C á Akureyri, þannig að enn má kólna nokkuð til að ná því frosti. Snarpt kuldakast gerði í nóvember 2001 með illviðrakafla víða um land og snjó festi á jörðu. Nóvembermánuður 2006 var hins vegar mjög kaldur, raunar sá kaldasti sem vitað er um frá upphafi mælinga. Þannig að kuldakastið nú er um margt ekkert óvanalegt. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að nokkuð óvanlegt sé að fá svo mikil stórviðri marga daga í röð samfara mikilli ofankomu á Norðanverðu landinu og á Vestfjörðum.

Eins og fyrr segir er það ekki fyrr en um næstu mánaðarmót að fyrir liggur hvar þessi nóvembermánuður raðast í illviðrasögunni en engu er logið með að tíðarfarið hafi um margt verið mönnum erfitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×