Innlent

Flugdrekinn dró mann í skurð

Maður á fertugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík í dag eftir að flugdreki sem hann hélt í dró hann á eftir sér svo að maðurinn datt ofan í skurð. Flugdrekinn var í stærra lagi, af þeirri gerð sem skíðamenn nota gjarnan til að drífa sig áfram. Maðurinn hafði hins vegar ekki skíði á fótunum og hafði ekki við drekanum á hlaupum.

Atvikið átti sér stað í Svignaskarði en lögreglan í Borgarnesi segist telja að maðurinn sé rifbeinsbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×