Innlent

Blóðbönd fengu dómnefndarverðlaun í Þýskalandi

Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri Blóðbanda (t.v.) og Snorri Þórisson framleiðandi myndarinnar til hægri.
Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri Blóðbanda (t.v.) og Snorri Þórisson framleiðandi myndarinnar til hægri. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Íslenska kvikmyndin Blóðbönd fékk verðlaun dómnefndar á þýsku kvikmyndahátíðinni í Mannheim Heidelberg í gærkvöldi en verðlaunin voru veitt sérstaklega fyrir leikstjórn. Þau þykja stór fjöður í hatt Árna Ólafs Ásgeirssonar, leikstjóra myndarinnar en hátíðin er með þeim stærstu í Þýskalandi.

Árni var að vonum ánægður með verðlaunin. Búist er við að um 60 þúsund manns komi á hátíðina og því geta slík verðlaun veitt myndinni brautargengi á fleiri hátíðir og betri sölu. Kvikmyndin hefur nú þegar verið sýnd á 8 hátíðum í Evrópu og N-Ameríku en fer á næstu 10 dögum á þrjár hátíðir til viðbótar: í Þessalóníku í Grikklandi, Lodz í Póllandi og til Lettlands.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×