Innlent

Slökkvilið með viðbúnað við lendingu flugvélar á Akureyri

Ein af flugvélum Iceland Express, þó ekki sú sem lenti á Akureyri í dag.
Ein af flugvélum Iceland Express, þó ekki sú sem lenti á Akureyri í dag. MYND/Haraldur Jónasson
Viðbúnaður var á Akureyrarflugvelli í dag þegar þegar flugvél Iceland Express var nýlent klukkan 14:20. Slökkviliðið var kvatt á flugvöllinn og kannaði vélina út af reykjarlykt sem barst inn í vélina. Farþegar eru allir komnir frá borði og sakaði engan. Áhöfn lét vita af reykjarlyktinni en hún var til komin af sviðnu dekkjagúmmíi eftir að vélin lenti. Engin hætta var á ferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×