Innlent

Stjörnuskoðunarferð á Esjuna í kvöld

Snævar Guðmundsson, stjörnufræðingur, mun lýsa næturhimninum fyrir áhugasömum.
Snævar Guðmundsson, stjörnufræðingur, mun lýsa næturhimninum fyrir áhugasömum. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ferðafélag Íslands stendur fyrir stjörnuskoðunarferð í kvöld enda fádæma gott skyggni og skilyrði til störnuskoðunar. Fararstjórar verða Ólafur Örn Haraldsson og Snævar Guðmundsson stjörnufræðingur. Við Esjurætur verður síðan tjald þar sem hægt verður að fá heitt kakó til að ylja sér við þegar komið er niður.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu undir Þverfellshorni, þaðan sem flestar Esjugöngur byrja, en ekki verður farið alla leið upp á Þverfellshorn, heldur aðeins upp að Steini og þar verða stjörnurnar skoðaðar.

Þeir sem þetta freistar geta mætt með höfuðljós eða vasaljós klukkan 18:00 á bílastæðið við Esjuna. Gangan sjálf verður létt og löðurmannleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×