Innlent

Björn Bjarnason gagnrýnir ummæli Jóns um Írak

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðninginn við innrásina í Írak á heimasíðu sinni og segir meðal annars að ríkisstjórn Íslands eða einstakir ráðherrar innan hennar hafi enga ábyrgð borið á innrásinni í Írak.

Það beri vott um yfirþyrmandi minnimáttarkennd eða ótrúlega mikilmennsku að telja sér trú um, að afstaða ríkisstjórnar Íslands hefði skipt einhverju um það, hvort ráðist yrði inn í Írak.

Björn segist einnig hafa skýrt afstöðu ríkisstjórnar Íslands til innrásarinnar með vísan til þess, að hún hafi þar staðið með hefðbundnum samstarfsríkjum sínum innan Atlantshafsbandalagsins - það hefði verið miklu stærri ákvörðun með að gera það ekki en að gera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×