Innlent

Sigurörn í forsal vinda

Sigurörn dvaldi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fimm mánuði en braggaðist hratt.
Sigurörn dvaldi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fimm mánuði en braggaðist hratt. MYND/Rósa Jóhannsdóttir

Örninn Sigurörn flaug vængjum þöndum úr fangi Sigurbjargar Pétursdóttur fyrir ofan grunnskólann á Grundarfirði í dag. Hátt í hundrað manns fylgdust með þegar Sigurbjörg tók Sigurörn í fangið og þrátt fyrir að hann væri orðinn hinn sprækasti þá hélt hún honum meðan þau kvöddust og svo flaug hann fugla hæst og hvarf úr augsýn.

Sigurbjörg bjargaði Sigurerni í byrjun sumars þar sem hann var grútarblautur og vantaði á hann stélfjaðrirnar. Hann braggaðist hraðar en búist var við í góðu yfirlæti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar og uxu stélfjaðrirnar mun hraðar en búist var við.

Hann er nú kominn aftur til síns heima og verður líklega innan skamms kominn með össu upp á arminn, enda nýorðinn kynþroska og kominn á hjúskaparaldur. Sendir var settur á Sigurörn svo hægt sé að fylgjast með hvert hann leggur leið sína sem og hvar og hvenær hann velur sér óðal og kemur upp fjölskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×