Innlent

Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir vitnum vegna brunans

MYND/Eyjafréttir

Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar nú að öllum þeim sem gætu veitt einhverjar upplýsingar um brunann í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á laugardaginn.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um mannaferðir við staðinn og sérstaklega ef einhver hefur orðið var við grunnsamlegt háttarlag. Lögreglan biður alla að hafa samband sem hafa einhverjar upplýsingar, sama hversu smávægilegar þær eru, í síma 481-1665.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil mildi þykir að ekki fór verr. Rannsókn á brunanum stendur nú yfir og hefur lögreglan í Vestmannaeyjum notið aðstoðar tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Einnig er von á aðstoð frá rannsóknardeildinni á Selfossi til Eyja í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×