Innlent

Jón og Jónína leiða hjá Framsóknarflokknum

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir næstu Alþingiskosningar.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, mun leiða listann í Reykjavík norður. Annað sætið skipar Guðjón Ólafur Jónsson alþingismaður og í því þriðja er Fanný Guðbjörg Jónsdóttir stjórnmálafræðinemi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Í öðru sætinu er Sæunn Stefánsdóttir alþingismaður og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, skipar þriðja sætið.

Í síðustu alþingiskosningum fékk Framsókn tvo þingmenn í Reykjavík norður þá Halldór Ásgrímsson og Árna Magnússon en þeir hættu báðir þingmennsku á þessu kjörtímabili og hafa þau Guðjón Ólafur og Sæunn Stefánsdóttir tekið sæti þeirra. Jónína Bjartmarz var eini frambjóðandi flokksins í Reykjavík suður sem komst á þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×