Innlent

Nýju mislægu gatnamótin opnuð

Ný mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar við Grafarholt hafa verið opnuð umferð. Fyrstu bílunum var hleypt á nýju brúna í gærkvöldi en opnun gatnamótanna tafðist nokkuð, meðal annars vegna kulda, sem kom í veg fyrir að hægt yrði að mála merkingar á yfirborð gatna.

Jarðvélar önnuðust jarðvinnu og Eykt byggði brúna en heildarkostnaður nam nærri fimmhundruð milljónum króna. Um þrjátíu þúsund bílar fara um þessi gatnamót daglega og hefur umferðarþunginn farið hraðvaxandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×