60 eða 600 þúsund tonn? Álfheiður Ingadóttir skrifar 23. nóvember 2006 00:01 Norsk Hydro hefur tilkynnt að nú vilji fyrirtækið koma aftur til fyrirheitna landsins Íslands og reisa hér 600 þúsund tonna álver. Í fyrsta áfanga, segja þeir, myndu 250-300 þúsund tonn duga. Í utandagskrárumræðum á alþingi þriðjudaginn 13. nóvember vakti ég athygli á áformum um byggingu álvers í Þorlákshöfn. Þar hefur Arctus efh. fengið 150 hektara lóð undir 60 þúsund tonna álver og áltæknigarð norðan Suðurstrandarvegar. Það er reyndar ekki mjög sannfærandi að segjast ætla að reisa 60 þúsund tonna álver, sem alls ekki er talin hagkvæm stærð eins og sést best af áformum Norsk Hydro og fyrirætlunum um önnur ný álver og stækkun álvera á landinu. Þannig þykja 250 þúsund tonn lágmark í fyrsta áfanga í Helguvík og Húsavík og í Straumsvík og Hvalfirði ætla menn að stækka í 460 þúsund og 300 þúsund tonn. Fjarðaál í Reyðarfirði verður 346 þúsund tonn. 60 þúsund tonna álver þarf um 120 MW af orku, en Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Ölfuss, segir hins vegar að til verkefnisins þurfi 300 MW og að sú orka verði tilbúin til afhendingar á árinu 2011 eða 2012, eftir fimm eða sex ár. En hvar á að taka þessa orku? Í bæklingnum „Suðurland tækifæranna", sem sveitarfélagið Ölfus hefur gefið út, eru á bls. 8 taldir upp þeir virkjunarkostir sem til greina koma: Markarfljót 105 MW, Skaftárvirkjun 140 MW, Kerlingarfjöll 75 MW, Torfajökull 700 MW og Krýsuvíkursvæðið 300 MW. Samtals yfir 1400 MW sem gætu dugað til framleiðslu á 6-700 þúsund tonnum af áli á ári. Hvaða heimild hefur sveitarfélagið Ölfus til þess að falbjóða Kerlingarfjöll eða Langasjó? Eða Markarfljót sem lenti neðst á öllum listum rammaáætlunar í flokkun vatnsaflsvirkjana vegna gríðarlegra umhverfisáhrifa? Eiga Þorlákshafnarbúar kannski Langasjó og Kerlingarfjöll? Nei, þessar náttúruperlur eigum við Íslendingar sameiginlega og berum ábyrgð á þeim gagnvart komandi kynslóðum og öllum heiminum. 200-300 manna vinnustaður hér eða þar getur aldrei réttlætt eyðileggingu þeirra. Á „Suðurlandi tækifæranna" hafa verið reistar stærstu virkjanir landsins. Þar hafa menn framleitt orku til nota í stóriðju á Suðvesturhorninu og inn á landsnetið fyrir almenningsveitur um land allt. Sunnlendingar sjálfir hafa fyrst og fremst nýtt raforku og jarðhita til þess að fullvinna afurðir úr landbúnaði í t.d. Sláturfélagi Suðurlands, Mjólkurbúi Flóamanna, kartöfluframleiðslu í Þykkvabæ og grænmetisræktun upp um allar sveitir. Þetta er sú fullvinnsla sem hefur einkennt atvinnulíf á Suðurlandi og það er dapurlegt ef forsvarsmenn blómlegra byggða til sjávar og sveita eru nú slegnir álblindu og sjá ekkert betra framundan en álbræðslu og fullvinnslu á áli. En það er að nokkru leyti skiljanlegt. Á Iðnþingi 2005 stærði þáverandi iðnaðarráðherra sig af því að nú hillti undir að álframleiðsla á landinu þrefaldaðist. „Það hefur tekið heil 50 ár að ná þessum árangri og endurspeglast hann hvað best í því að nú hafa sex heimsþekkt álfyrirtæki sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Íslandi á næstu árum." (Úr ræðu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Iðnþingi 2005). Sveitarstjórnin í Ölfusi er einfaldlega að bregðast við þessari brýningu stjórnvalda um framhaldslíf stóriðjustefnunnar. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi að ráðuneytið ætti enga aðild að álveri í Þorlákshöfn, það væri á vegum annarra í samræmi við að „tímabili virkrar stóriðjustefnu" væri lokið. Iðnaðarráðherra varpaði þannig frá sér ábyrgð á nýrri stóriðju yfir á sveitarfélög og orkufyrirtæki. Það eru nýju fötin Framsóknar. Sveitarstjórnir í litlum og meðalstórum sveitarfélögum, sem venjulega eiga nóg með að reka leikskólann og skólann í plássinu, eiga nú að setjast að samningaborði með erlendum stórfyrirtækjum um ný álver. Stjórnvöld eru stikkfrí. „Tímabili virkrar stóriðjustefnu er lokið" - eða hvað? Það á bara eftir að ræsa á Reyðarfirði, það á bara eftir að byggja á Húsavík, það á bara eftir að byggja í Helguvík, það á bara eftir að stækka í Straumsvík, það á bara eftir að stækka í Hvalfirði og svo á bara eftir að reisa svo sem eins og eitt álver við Þorlákshöfn. Og svo kannski eitt fyrir Norsk Hydro. Iðnaðarráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að Norsk Hydro hafi ekki talað við sig um 600 þúsund tonna álver og 1000 - 1200 MW orkuöflun sem til þarf, ekki frekar en um áform um byggingu álvers við Þorlákshöfn. Hann og aðrir stjórnarliðar, Árni Mathiesen og Guðlaugur Þór Þórðarson, sögðu þar sakleysislega könnun á ferð; viðskiptahugmynd á frumstigi sem ætti lítið erindi á alþingi. Þetta er rangt. Álversáform í Þorlákshöfn er ekki afmarkað lítið mál, heldur hluti af stóriðjustefnunni sem er brýnt að líta á heildstætt: Áhrif hennar á náttúruna, á efnahagsmálin og á atvinnulífið, það þenslufyllerí sem menn eru í og ætla greinilega að halda áfram. Nú stendur til að fá sér einn stróriðjuafrétt-ara á Suðurlandi, drekkja Langasjó, Kerlingarfjöllum og Markarfljóti. Stóriðjustefnan er sprelllifandi sem aldrei fyrr. Eitt af þeim „heimsþekktu fyrirtækjum" sem fyrrverandi iðnaðarráðherra nefndi á Iðnþingi 2005 og sýnt höfðu áhuga á byggja ný álver á Íslandi er Rusal, en Rusal átti 80% í Atlantsáli sem á sínum tíma reyndi að reisa álver á Húsavík. En af hverju að nefna þetta fyrirtæki, sem menn keppast um að sverja af sér? Jú, vegna þess að hin 20% í Atlantsáli átti Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur, en hann á einmitt hlut í og er talsmaður Arctec, sem nú hefur fengið úthlutað lóð undir álver við Þorlákshöfn. Fram hefur komið að Arctec ehf. er í samvinnu við erlend stórfyrirtæki í áliðnaði, m.a. í Bandaríkjunum og Asíu. En hverjir eiga Arctec? Við því hafa engin svör fengist. En kannski það sé falt, vilji Norsk Hydro kaupa. Höfundur er varaþingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Norsk Hydro hefur tilkynnt að nú vilji fyrirtækið koma aftur til fyrirheitna landsins Íslands og reisa hér 600 þúsund tonna álver. Í fyrsta áfanga, segja þeir, myndu 250-300 þúsund tonn duga. Í utandagskrárumræðum á alþingi þriðjudaginn 13. nóvember vakti ég athygli á áformum um byggingu álvers í Þorlákshöfn. Þar hefur Arctus efh. fengið 150 hektara lóð undir 60 þúsund tonna álver og áltæknigarð norðan Suðurstrandarvegar. Það er reyndar ekki mjög sannfærandi að segjast ætla að reisa 60 þúsund tonna álver, sem alls ekki er talin hagkvæm stærð eins og sést best af áformum Norsk Hydro og fyrirætlunum um önnur ný álver og stækkun álvera á landinu. Þannig þykja 250 þúsund tonn lágmark í fyrsta áfanga í Helguvík og Húsavík og í Straumsvík og Hvalfirði ætla menn að stækka í 460 þúsund og 300 þúsund tonn. Fjarðaál í Reyðarfirði verður 346 þúsund tonn. 60 þúsund tonna álver þarf um 120 MW af orku, en Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Ölfuss, segir hins vegar að til verkefnisins þurfi 300 MW og að sú orka verði tilbúin til afhendingar á árinu 2011 eða 2012, eftir fimm eða sex ár. En hvar á að taka þessa orku? Í bæklingnum „Suðurland tækifæranna", sem sveitarfélagið Ölfus hefur gefið út, eru á bls. 8 taldir upp þeir virkjunarkostir sem til greina koma: Markarfljót 105 MW, Skaftárvirkjun 140 MW, Kerlingarfjöll 75 MW, Torfajökull 700 MW og Krýsuvíkursvæðið 300 MW. Samtals yfir 1400 MW sem gætu dugað til framleiðslu á 6-700 þúsund tonnum af áli á ári. Hvaða heimild hefur sveitarfélagið Ölfus til þess að falbjóða Kerlingarfjöll eða Langasjó? Eða Markarfljót sem lenti neðst á öllum listum rammaáætlunar í flokkun vatnsaflsvirkjana vegna gríðarlegra umhverfisáhrifa? Eiga Þorlákshafnarbúar kannski Langasjó og Kerlingarfjöll? Nei, þessar náttúruperlur eigum við Íslendingar sameiginlega og berum ábyrgð á þeim gagnvart komandi kynslóðum og öllum heiminum. 200-300 manna vinnustaður hér eða þar getur aldrei réttlætt eyðileggingu þeirra. Á „Suðurlandi tækifæranna" hafa verið reistar stærstu virkjanir landsins. Þar hafa menn framleitt orku til nota í stóriðju á Suðvesturhorninu og inn á landsnetið fyrir almenningsveitur um land allt. Sunnlendingar sjálfir hafa fyrst og fremst nýtt raforku og jarðhita til þess að fullvinna afurðir úr landbúnaði í t.d. Sláturfélagi Suðurlands, Mjólkurbúi Flóamanna, kartöfluframleiðslu í Þykkvabæ og grænmetisræktun upp um allar sveitir. Þetta er sú fullvinnsla sem hefur einkennt atvinnulíf á Suðurlandi og það er dapurlegt ef forsvarsmenn blómlegra byggða til sjávar og sveita eru nú slegnir álblindu og sjá ekkert betra framundan en álbræðslu og fullvinnslu á áli. En það er að nokkru leyti skiljanlegt. Á Iðnþingi 2005 stærði þáverandi iðnaðarráðherra sig af því að nú hillti undir að álframleiðsla á landinu þrefaldaðist. „Það hefur tekið heil 50 ár að ná þessum árangri og endurspeglast hann hvað best í því að nú hafa sex heimsþekkt álfyrirtæki sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Íslandi á næstu árum." (Úr ræðu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Iðnþingi 2005). Sveitarstjórnin í Ölfusi er einfaldlega að bregðast við þessari brýningu stjórnvalda um framhaldslíf stóriðjustefnunnar. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi að ráðuneytið ætti enga aðild að álveri í Þorlákshöfn, það væri á vegum annarra í samræmi við að „tímabili virkrar stóriðjustefnu" væri lokið. Iðnaðarráðherra varpaði þannig frá sér ábyrgð á nýrri stóriðju yfir á sveitarfélög og orkufyrirtæki. Það eru nýju fötin Framsóknar. Sveitarstjórnir í litlum og meðalstórum sveitarfélögum, sem venjulega eiga nóg með að reka leikskólann og skólann í plássinu, eiga nú að setjast að samningaborði með erlendum stórfyrirtækjum um ný álver. Stjórnvöld eru stikkfrí. „Tímabili virkrar stóriðjustefnu er lokið" - eða hvað? Það á bara eftir að ræsa á Reyðarfirði, það á bara eftir að byggja á Húsavík, það á bara eftir að byggja í Helguvík, það á bara eftir að stækka í Straumsvík, það á bara eftir að stækka í Hvalfirði og svo á bara eftir að reisa svo sem eins og eitt álver við Þorlákshöfn. Og svo kannski eitt fyrir Norsk Hydro. Iðnaðarráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að Norsk Hydro hafi ekki talað við sig um 600 þúsund tonna álver og 1000 - 1200 MW orkuöflun sem til þarf, ekki frekar en um áform um byggingu álvers við Þorlákshöfn. Hann og aðrir stjórnarliðar, Árni Mathiesen og Guðlaugur Þór Þórðarson, sögðu þar sakleysislega könnun á ferð; viðskiptahugmynd á frumstigi sem ætti lítið erindi á alþingi. Þetta er rangt. Álversáform í Þorlákshöfn er ekki afmarkað lítið mál, heldur hluti af stóriðjustefnunni sem er brýnt að líta á heildstætt: Áhrif hennar á náttúruna, á efnahagsmálin og á atvinnulífið, það þenslufyllerí sem menn eru í og ætla greinilega að halda áfram. Nú stendur til að fá sér einn stróriðjuafrétt-ara á Suðurlandi, drekkja Langasjó, Kerlingarfjöllum og Markarfljóti. Stóriðjustefnan er sprelllifandi sem aldrei fyrr. Eitt af þeim „heimsþekktu fyrirtækjum" sem fyrrverandi iðnaðarráðherra nefndi á Iðnþingi 2005 og sýnt höfðu áhuga á byggja ný álver á Íslandi er Rusal, en Rusal átti 80% í Atlantsáli sem á sínum tíma reyndi að reisa álver á Húsavík. En af hverju að nefna þetta fyrirtæki, sem menn keppast um að sverja af sér? Jú, vegna þess að hin 20% í Atlantsáli átti Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur, en hann á einmitt hlut í og er talsmaður Arctec, sem nú hefur fengið úthlutað lóð undir álver við Þorlákshöfn. Fram hefur komið að Arctec ehf. er í samvinnu við erlend stórfyrirtæki í áliðnaði, m.a. í Bandaríkjunum og Asíu. En hverjir eiga Arctec? Við því hafa engin svör fengist. En kannski það sé falt, vilji Norsk Hydro kaupa. Höfundur er varaþingmaður VG.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun