Lífið

Collins í lið með Canora

canora Liðsmenn Canora í hljóðverinu ásamt Ronan Chris Murphy.
canora Liðsmenn Canora í hljóðverinu ásamt Ronan Chris Murphy.

Bandaríkjamaðurinn Dave Collins, sem hefur unnið með þekktum rokksveitum á borð við Soundgarden, Queens of the Stone Age, Black Sabbath og Mötley Crüe, lagði nýverið lokahönd á fyrstu plötu íslensku sveitarinnar Canora.

Samlandi Collins, Ronan Chris Murphy, tók plötuna upp hér á landi fyrr í sumar en hann er hvað þekktastur fyrir samstarf sitt við David Fripp, leiðtoga King Crimson, og hefur endurhljóðblandað nokkrar plötur King Crimson frá áttunda áratugnum.

"Ronan hafði samband við þennan gæja [Dave Collins] og hann masteraði þetta. Ég efast ekki um að þetta eigi eftir að koma vel út," sagði Albert Ástvaldsson, söngvari Canora, sem á enn eftir að heyra lokaútkomuna. Platan er væntanleg í október og hefur fengið nafnið Kelvinator.

Þrír meðlimir Canora voru áður í d.u.s.t. sem gaf út eina plötu árið 2002 en hætti ári síðar eftir að hafa verið nálægt því að skrifa undir útgáfusamning í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.