Lífið

Danir áhugasamir um upptökur hér

Stellan Skarsgaard. Lék í Bjólfskviðu hér á landi og gæti verið á leiðinni hingað aftur.
Stellan Skarsgaard. Lék í Bjólfskviðu hér á landi og gæti verið á leiðinni hingað aftur.

Í Danmörku er hafinn undirbúningur fyrir stórmyndina Valhallen Rising sem fjallar um landafundi víkinganna í Ameríku. Eins og flestir ættu að vita var það hin íslenski Leifur Eiríksson sem fann Ameríku og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa borist nokkrar fyrirspurnir frá frændum vorum í Danmörku til kvikmyndafyrirtækja hér á landi og eins og einn orðaði það þá „væri það í hæsta máta óvenjulegt ef hluti myndarinnar yrði ekki tekin upp hér á landi.“

Gerð myndarinnar var uppljóstrað á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg fyrir ári síðan og er nú verið að vinna í handritinu og leita að fjármagni.

Mads Mikkelsen Leikur þrjótinn Le Chiffre í nýjustu Bond - myndinni og gæti verið á leiðinni til landsins vegna kvikmyndarinnar Valhallen Rising.

Leikstjóri myndarinnar er Nicholas Winding Refn sem er þekktastur fyrir þríleikinn Pusher en hann var sýndur hér á landi við miklar vinsældir. Samkvæmt kvikmyndavefnum imdb.com hefur sænski stórleikarinn Stellan Skarsgaard þegar gefið vilyrði fyrir þátttöku sinni en stærstu fréttirnar eru væntanlega þær að Mads Mikkelsen mun einnig leika í myndinni.

Ekki líður á löngu þar til Mikkelsen verður á allra vörum en hann leikur þrjótinn Le Chiffre í nýjustu Bond - myndinni Casino Royal. Þeir Skarsgaard og Mikkelsen er heldur ekki ókunnugir kvikmyndagerð á Íslandi; Skarsgaard lék sem kunnugt er í Bjólfskviðu Sturlu Gunnarssonar sem var öll gerð hér á landi en Mikkelsen kom hingað til lands fyrir tæpum áratug og lék í kvikmyndinni Vildspor þar sem fjöldi íslenskra leikara kom við sögu, þeirra á meðal Egill Ólafsson og Finnur Jóhannesson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.