Innlent

Flugumferðarstjórar segja skort á samningsvilja

Enn hafa sextíu flugumferðarstjórar ekki samið við Flugstoðir.
Enn hafa sextíu flugumferðarstjórar ekki samið við Flugstoðir. MYND/Teitur

Félag íslenskra flugumferðarstjóra segja Flugstoðir skorta vilja til að semja. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem því er neitað að flugumferðarstjórar krefjist þess að laun sín hækki um tugi prósenta líkt og Flugstoðir hafa haldið fram. Þeir hafi lagt fram kröfur um hvernig bæta megi skerðingu lífeyrisréttinda og vilja einnig fá viðurkennt vaktaálag, sem kveðið er á um í kjarasamningi, gegn skuldbindingu þeirra á því að halda uppi lágmarksþjónustu komi til verkfalls.

Félagið telur einhliða yfirlýsingar líkt og þá sem Flugstoðir sendu út fyrr í kvöld ekki til þess gerðar að bæta ástandið. Um sextíu flugumferðarstjórar sem nú starfa hjá Flugmálastjórn Íslands hafa ekki gert samning við Flugstoðir sem taka við flugumferðarstjórn um áramótin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×