Innlent

Sumarbústaður skemmdur eftir að hafa staðið í vatni

Vatn flæddi inn í sumarbústað skammt frá Háskólanum á Bifröst í nótt. Lögreglan í Borgarnesi segir bústaðinn líklega hafa staðið í um hálfs meters háu vatni þegar það var sem mest. Timbrið er talið ónýtt í bústaðnum. Lögreglan telur að tilkynningum um vatnstjón í sumarbústöðum í Norðurárdalum eigi eftir að fjölga þegar fólk hugar að þeim um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×