Innlent

Fjórðungur þróunarfjár ÞSSÍ til Malaví á næsta ári

Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að verja um fjórðungi þess fjár sem stofnunin hefur þegar fengið samþykkt fyrir fyrir næsta ár til þróunarverkefna í Malaví, alls um 280 milljónum króna.

Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að í nýsamþykktri rekstraráætlun stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sé gert ráð fyrir að kostnaður við samþykkt verkefni nemi á næsta ári rúmum 1200 milljónum króna.

Auk fjármunanna sem varið verður í Malaví fara liðlega 150 milljónir króna til Úganda, 140 milljónir til Namibíu, rúmar 130 milljónir til Mósambík, tæplega 100 milljónir til Srí Lanka og ríflega 70 milljónir til Níkaragúa. Þá verður 80 milljónum króna varið til samstarfsverkefna með frjálsum félagasamtökum, innan lands og utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×