Innlent

Komið verður á fót heimili fyrir heimilislausa

Hægt verður að taka á móti tíu einstaklingum á sama tíma.
Hægt verður að taka á móti tíu einstaklingum á sama tíma. MYND/Vísir

Félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg ætla að koma á fót heimili fyrir heimilislausa í Reykjavík. Hægt verður að taka á móti tíu einstaklingum á sama tíma. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag, samstarfssamning um heimilið.

Boðið verður uppá heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf fyrir þá sem leita til heimilisins. Félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg munu á samningstímanum verja á bilinu 150 til 160 milljónum króna til stofnunar og rekstrar þessa heimilis. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×