Innlent

Grjóthrun úr Óshlíð í morgun

Nokkuð grjót hrundi á veginn um Óshlíð í morgun og var lögregla kölluð út til að aðstoða vegfaranda. Kona sem var á leið til Bolungarvíkur keyrði á grjóthnullung og sprengdi dekkið og skemmdi felguna. Vegagerðin ruddi veginn en ekki þurfti að loka honum. Ekki hefur hrunið frekar í dag, að sögn lögreglu á Ísafirði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×