Hugsanlega stærsta flóð í hálfa öld 20. desember 2006 12:59 Átta íbúðarhús eru innlyksa í Auðsholti og Hvítáin beljar allt um kring. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamannahreppi, segir fólkið vant vatnavöxtum en þetta gæti verið stærsta flóð síðan foreldrar hans fluttu að Auðsholti, fyrir 50 árum síðan. Og það rignir enn og vatnsborðið hækkar. Flestum hestum var bjargað upp á hólinn sem bæirnir standa á þegar sást í hvað stefndi í gærkvöldi. Þrátt fyrir það eru um 100 hestar innlyksa á hólum í kringum bæinn og eru björgunarsveitir á leið að bjarga þeim. "Það er bara allt á kafi," er það fyrsta sem Steinar sagði þegar Fréttastofa hringdi í hann. Það munar enn um einum og hálfum metra að vatnsyfirborðið nái lægstu íbúðar- og útihúsum en farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir heitu og köldu kranavatni. Þegar Steinar er spurður hvort enn sé rennandi vatn í húsunum hlær hann við og segir að enginn skortur sé á rennandi vatni á svæðinu, það sé eitt sem ekki vanti.Húsin standa uppi á hól alveg á bakka Hvítár. Steinar segir jakaburð hafa verið mikinn í nótt og rúllur hafi flotið niður með flóðinu. Hann býst fastlega við því að girðingar séu að miklu leyti farnar. Eins býst hann við að talsverðar skemmdir komi í ljós þegar vatnið réni.Vegurinn að Auðsholti varð ófær í gærkvöldi, síðasti bíll sem fór um veginn um hálftólf var á 44 tommu dekkjum en þrátt fyrir það var hann í vandræðum. "Bílstjórinn hafði höndina út um gluggann og gat gutlað í vatninu með puttunum."Steinar segir samt að ekki væsi um fólkið á Auðsholti, þar sé enn rafmagn, rennandi vatn í krönum og allt til alls. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Átta íbúðarhús eru innlyksa í Auðsholti og Hvítáin beljar allt um kring. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti í Hrunamannahreppi, segir fólkið vant vatnavöxtum en þetta gæti verið stærsta flóð síðan foreldrar hans fluttu að Auðsholti, fyrir 50 árum síðan. Og það rignir enn og vatnsborðið hækkar. Flestum hestum var bjargað upp á hólinn sem bæirnir standa á þegar sást í hvað stefndi í gærkvöldi. Þrátt fyrir það eru um 100 hestar innlyksa á hólum í kringum bæinn og eru björgunarsveitir á leið að bjarga þeim. "Það er bara allt á kafi," er það fyrsta sem Steinar sagði þegar Fréttastofa hringdi í hann. Það munar enn um einum og hálfum metra að vatnsyfirborðið nái lægstu íbúðar- og útihúsum en farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir heitu og köldu kranavatni. Þegar Steinar er spurður hvort enn sé rennandi vatn í húsunum hlær hann við og segir að enginn skortur sé á rennandi vatni á svæðinu, það sé eitt sem ekki vanti.Húsin standa uppi á hól alveg á bakka Hvítár. Steinar segir jakaburð hafa verið mikinn í nótt og rúllur hafi flotið niður með flóðinu. Hann býst fastlega við því að girðingar séu að miklu leyti farnar. Eins býst hann við að talsverðar skemmdir komi í ljós þegar vatnið réni.Vegurinn að Auðsholti varð ófær í gærkvöldi, síðasti bíll sem fór um veginn um hálftólf var á 44 tommu dekkjum en þrátt fyrir það var hann í vandræðum. "Bílstjórinn hafði höndina út um gluggann og gat gutlað í vatninu með puttunum."Steinar segir samt að ekki væsi um fólkið á Auðsholti, þar sé enn rafmagn, rennandi vatn í krönum og allt til alls.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira