Innlent

Samúðarkveðjur til Dana

Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, vottar áhöfn danska varðskipsins Trítons og dönsku þjóðinni samúðarkveðjur bæjarfulltrúa, út af sjóliðanum danska sem lést við björgun Wilson Muuga í gær. Einnig þakka bæjarfulltrúarnir vel unnin björgunarstörf í lögsögu bæjarins.

Um leið er minnt á að ekki sé allt búið enn og mikilvægt að vel takist til með losun olíu úr skipinu þar sem veðurhorfur næstu daga lofa ekki góðu. Mikið er því í húfi að olían náist þar sem að ljóst er að erfitt verður að hreinsa fjörur ef olía nær að leka úr tönkum skipsins.

Umhverfisráð Sandgerðisbæjar mun meta aðstæður síðar í dag í ljósi stöðu mála




Fleiri fréttir

Sjá meira


×