Erlent

Sýktir fuglar finnast í Þýskalandi

Tveir svanir sem fundust dauðir á þýsku eynni Rügen í Eystrasalti voru sýktir af H5N1-stofni fuglaflensu, að því er landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi greindi frá í gær. Þýskaland er því níunda landið í Evrópu þar sem fuglaflensan greinist. Stjórnvöld í Þýskalandi gáfu út tilskipun í gærkvöld um að allir bændur lokuðu alifugla sína inni í húsum og hleyptu þeim ekki út undir bert loft fyrr en í apríllok. Þá hafa yfirvöld í Danmörku, Noregi og Svíþjóð gert það sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×