Erlent

Jesú gekk á ísfleka

Prófessor við ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum telur sig vera búinn að afsanna að Jesús hafi gengið á vatni, eins og greint er frá í bíblíunni. Doron Nof, prófessor í haffræði, telur að sérstakar aðstæður í andrúmsloftinu á þessum tíma hefðu getað gert Jesú gönguna mögulega, en hann telur að Jesú hafi gengið á þunnum ísfleka sem hafi verið umkringdur vatni. Samkvæmt Biblíunni gekk Jesú á Galileu stöðuvatninu fyrir rúmum tvö þúsund árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×