Djúpboranir gætu skilað háhitaorku til rafmagnsframleiðslu eftir sex ár 20. nóvember 2006 19:04 Með djúpborun er vonast til að ná allt að fimmfalt meiri orku úr jarðhitasvæðum en nú er hægt. Stefnt er að því að fyrstu djúpholurnar verði farnar að skila raforku eftir sex til níu ár, að sögn Guðmundar Ómars Friðleifssonar jarðfræðings, verkefnisstjóra djúpborunarverkefnis. Tvær nýjar jarðvarmavirkjanir tóku til starfa hérlendis á árinu, á Reykjanesi og á Hellisheiði, en einnig hafa eldri jarðvarmavirkjanir verið stækkaðar, í Svartsengi, á Nesjavöllum og í Kröflu. Eigendur þessara virkjana, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja og Landsvirkjun, hófu ásamt Orkustofnum íslenska djúpborunarverkefnið en síðan hafa bæst í hópinn íslenskar og erlendar vísindastofnanir. Hefðbundnar borholur ná niður á um tveggja kílómetra dýpi en með djúpborunarverkefninu er ætlunin að bora mun dýpra eða niður á fimm kílómetra dýpi, langleiðina niður í bráðna kviku. Þannig á að ná meiri orku úr iðrum jarðar enda er ætlunin að bora niður 400 til 500 stiga hita.Fulltrúa Norsk Hydro lýstu því yfir fyrir helgi að þeir hefðu áhuga á þátttöku í djúpborunarverkefninu og álfyrirtækin Alcoa, Alcan og Century höfðu áður lýst sama áhuga. Guðmundur Ómar vill ekki ganga svo langt að segja að orkan sem fáist með djúpborun verði svo mikil að vatnsaflssvirkjanir verði óþarfar og varar við of mikilli bjartsýni.Til stóð að hefja djúpboranir í þessum mánuði með dýpkun á eldri holu á Reykjanesi en þegar til átti að taka reyndist sú hola ekki nothæf. Virðist nú ljóst að rúmt ár muni líða þar til byrjað verði að bora. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Með djúpborun er vonast til að ná allt að fimmfalt meiri orku úr jarðhitasvæðum en nú er hægt. Stefnt er að því að fyrstu djúpholurnar verði farnar að skila raforku eftir sex til níu ár, að sögn Guðmundar Ómars Friðleifssonar jarðfræðings, verkefnisstjóra djúpborunarverkefnis. Tvær nýjar jarðvarmavirkjanir tóku til starfa hérlendis á árinu, á Reykjanesi og á Hellisheiði, en einnig hafa eldri jarðvarmavirkjanir verið stækkaðar, í Svartsengi, á Nesjavöllum og í Kröflu. Eigendur þessara virkjana, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja og Landsvirkjun, hófu ásamt Orkustofnum íslenska djúpborunarverkefnið en síðan hafa bæst í hópinn íslenskar og erlendar vísindastofnanir. Hefðbundnar borholur ná niður á um tveggja kílómetra dýpi en með djúpborunarverkefninu er ætlunin að bora mun dýpra eða niður á fimm kílómetra dýpi, langleiðina niður í bráðna kviku. Þannig á að ná meiri orku úr iðrum jarðar enda er ætlunin að bora niður 400 til 500 stiga hita.Fulltrúa Norsk Hydro lýstu því yfir fyrir helgi að þeir hefðu áhuga á þátttöku í djúpborunarverkefninu og álfyrirtækin Alcoa, Alcan og Century höfðu áður lýst sama áhuga. Guðmundur Ómar vill ekki ganga svo langt að segja að orkan sem fáist með djúpborun verði svo mikil að vatnsaflssvirkjanir verði óþarfar og varar við of mikilli bjartsýni.Til stóð að hefja djúpboranir í þessum mánuði með dýpkun á eldri holu á Reykjanesi en þegar til átti að taka reyndist sú hola ekki nothæf. Virðist nú ljóst að rúmt ár muni líða þar til byrjað verði að bora.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira