Innlent

Með aðskotahluti í endaþarmi

Strokufanginn, sem gaf sig fram við lögreglu fyrir helgi, reyndi að smygla eiturlyfjum á Litla Hraun. Eftir komuna í fangelsið var hann sendur í röntgenmyndatöku og kom þá í ljós að í endaþarmi hans voru aðskotahlutir. Við nánari skoðum reyndust það vera um 40 grömm af amfetamíni og nokkuð magn af steratöflum. Þetta var annað fíkniefnamálið sem kom upp í fangelsinu síðustu daga. Fíkniefnahundur gaf vísbendingu um að tvær konur, sem voru gestkomandi í fangelsinu á föstudag, væru með fíkniefni. Þær voru handteknar og færðar til röntgenmyndatöku og þar kom fram að önnur þeirra var með amfetamín og læknalyf innvortis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×