Erlent

Hamas-stjórnin að líta dagsins ljós

Hamas-samtökin hafa lokið við að skipa í ráðherraembætti í nýrri heimastjórn Palestínumanna. Á fundi í dag sagðist Ismail Haniyeh, forsætisráðherraefni samtakanna, þess fullviss að Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnarinnar myndi leggja blessun sína yfir ráðherralistann þegar þeir hittast á morgun. Enn hefur enginn flokkur á palestínska þinginu lýst yfir stuðningi við Hamas-stjórnina en liðsmenn samtakanna skipa öll helstu ráðherraembættin. Því er viðbúið að nýja ríkisstjórn verði einangruð á alþjóðavettvangi og muni af þeim sökum líða fyrir fjárskort.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×